Spegilmyndin þín   -kemur hún þér á óvart. Fáir standast þá freistingu að kíkja af og til á spegilmynd sína enda er það sú mynd sem aðrir sjá af okkur. Tækifærin til þess gefast oft - spegilmyndin af okkur er alls staðar í kringum okkur, í lyftum, veitingastöðum, bílum og baðherbergjum svo eitthvað sé nefnt.
Sautján sinnum á dag !

Konur kíkja á spegilmynd sína að meðaltali 17 sinnum á dag ! Þessi þörf er hluti af mannlegu eðli. Verið samt á varðbergi. Speglar segja sannleikann ! Mörg menningin hefur búið við mikla hjátrú um spegla vegna spegilmyndar manneskjunnar en hún er stór hluti af hvers manns tilveru. Það er þó fullkomlega óhætt að horfa á spegilmynd sína því sálin getur ekki hlotið skaða af á neinn hátt. Það eina sem spegillinn gerir er að hann endurspeglar raunveruleikann, þ.e. myndinni af okkur. Margur fer þó með því hugarfari inn í mátunarklefann að spegilmyndin komi okkur skemmtilega á óvart sem hún getur vissulega gert !

Blekkja speglar ?
Speglar geta verið mjög mismunandi. Sumir geta gefið bjagaða spegilmynd ( hrikalega föl í mikilli lýsingu ) en það er sjaldgæft en á t.d. við í speglasölum sem við mörg höfum kynnst í tívólíum. En er það þá ekki satt að “speglar ljúgi aldrei ?” Svarið fer reyndar eftir eðli spurningarinnar, og heilbrigði sjálfsmyndar þess sem spyr spurningarinnar.

Þegar þú stendur fyrir framan spegil og spyrð þessarar spurningar þá færðu svar frá speglinum sem sér þig aðeins sem hlut. En fólk horfir ekki á þig sem hlut, heldur sér það þig sem lifandi persónu. Og þar að auki ert það þú sem hefur úrslitavald á því hvernig þú og aðrir upplifa þig því þú ert það sem aðrir sjá !

Mundu að þegar þú horfir á sjálfa(n) þig þá sérðu spegilmyndina af þér ásamt þinni útgáfu af huglægu viðhorfi til þín. Anorexiusjúklingar sem standa fyrir framan spegilinn sjá ekkert nema of mörg kíló ! Það er af því að huglægu viðhorfin þeirra eru brengluð.

Í einu stærsta galleríi New York borgar var haldin sýning fyrir skömmu sem bar nafnið “Konur og speglar”. Þar komu saman 20 kvenlistamenn með verk sín og endurspegluðu þau þá sorglegu staðreynd að margar konur eru fangar eigin útlits, þær verða helteknar af því hvernig þær líta út gagnvart sjálfum sér og öðrum. EN… hafið í huga að óraunhæf sjálfshrifning á rætur sínar að rekja til allt annars en það sem kalla mætti heilbrigða sjálfsmynd.