“Stundið kynlíf,” segja breskir vísindamenn. Þeir hafa nú uppgötvað að með því að hafa kynlíf þrisvar á viku dregur það verulega úr líkunum á að fá hjartaáfall. Kynlíf þykir eins gott fyrir líkamann og skokk - en fer þetta ekki allt eftir því hvernig kynlífið er?

En aðgát skal höfð. Það er ekki sama með hverjum er notist. Rannsóknaniðurstöður hafa varað við mökum fram hjá eiginkonunni - ótrúir eiginmenn eru líklegri til að fá hjartaáfall í rúminum með viðhaldinu en eiginkonunni. Ætli viljinn sé meiri en getan? Svo virðist vera samkvæmt rannsókn frá Tokyó þar sem 42 menn voru rannsakaðir en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa látist af völdum hjartaáfalls í kynmökum. Í ljós kom að nær helmingur þeirra var í bólinu með framhjáhaldinu!

En bresku vísindamennirnir sem koma frá Bristol rannsökuðu 2400 Breta og leiddu í ljós að þeir sem fá fullnægingu 3-4 á viku minnka líkurnar á því að fá hjartaáfall næstu tíu árin um helming. Þá sagði prófessor Shah Ebrahim sem leiddi rannsóknina, að lengd kynmaka þyrfti ekki að vera umtalsverð til að skila betri heilsu!

“Áður var talið að það væri úthaldið sem skipti sköpum, þ.e. góð, sveitt og kraftmikil átök 3-4 í viku, en svo virðist ekki vera,” segir prófessorinn.