Konur þreyttari en karlmenn Nýleg bresk rannsókn sýnir að einn af hverjum tíu hefur ekki farið í vinnuna nýlega vegna þreytu. Þreyta er farin að hafa mikil áhrif á líf fólks, þar sem einn af hverjum fimm viðurkennir að vera of þreyttur til að stunda kynlíf og einn af hverjum þremur segist of þreyttur til að fara út fyrir dyr á kvöldin.

Konur eru þreyttari en karlar, sem gefur til kynna að þeim færist of mikið í fang, að sameina frama sinn við fjölskyldulífið. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á þúsund manns í Bretlandi.

Einn af hverjum fjórum drekkur te (typical bretar) eða kaffi til að vinna bug á þreytunni og 13 prósent aðspurðra sögðust nota sígarettur og áfengi til að næla sér í aukaorku. ,,Þreyta er orðin hluti af daglegu lífsmynstri fólks,“ segir þreytusérfræðingurinn Dr. Amanda Kirby. ,,Við leggjum heilsu okkar og velferð að veði til að vinna að starfsframanum, græða peninga og sinna vinum og fjölskyldu.”