Nýlega barst inn á borð til mín tilboð frá “Fyrir & Eftir - Heilsustúdíó” um “byltingarkennda leið til að afeitra og jafnvægisstilla orkustöðvar og frumur líkamans”.

Meðferðin felst í því að viðskiptavinurinn (fórnarlambið) setur fæturna ofan í ker með vatni og kveikt er á tækinu. Að nokkrum tíma liðnum verður vatnið skítabrúnt. Skýrari sönnun þess að líkaminn sé að “afeitrast” þarf ekki, eða hvað?

Sannleikurinn er sá að þetta er einföld og gömul blekking sem byggir á hegðun rafhlöðu. Notað er rafskaut úr járni og saltlausn sem leiðir rafmagn. Við rafstrauminn ryðgar járnskautið hratt og brúnt ryðið berst út í vatnið. Eftir nokkra tugi meðferða þarf að skipta um rafskautið, enda tærist það hratt upp.

Það fyndna er að nákvæmlega það sama gerist þó að fæturnir séu ekki hafðir ofan í vatninu. Skýrari sönnun þess að “eiturefnin” koma ekki innan úr líkamanum þarf ekki, eða hvað?

Að sjálfsögðu þarf vart að taka það fram að herlegheitin kosta sitt, kr 3800 hvert skipti og mælt er með a.m.k. 8-10 meðferðum, en ekki hvað?

Verst er að ekki er hægt að lögsækja svona lygamerði, eða hvað?

Sjá:
http://www.fyrirogeftir.is/aqua.htm
htt p://www.newscientist.com/opinion/opletters.jsp?id=ns245 59