Já ég ætla að tala um geðheilsu fólks, og þá sérstaklega þunglyndi.

Þunglyndi getur komið fram á margann hátt og hafa allir eitthvað brot af þunglyndi þótt það taki ekki eftir því.
En þunglyndi er mjög erfiður sjúkdómur ef hann kemst á hátt stig.

Einstaklingar eru misjafnir og bregðast misjafnlega við þunglyndi.
Sumir loka sig inni og tala ekki við aðrar manneskjur(kannski í mesta lagi við fjölskylduna)
Aðrir bregðast af og til í grát og sumir verða þögulli á tímabilum……eða eitthvað annað.

Það er rosalega margt sem getur valdið þunglyndi, t.d. einelti í æsku, heimilisvandamál,einhver hefur fallið frá sem manni var kær og svo meira sé talið.

En margir þunglyndir gera ekkert við því, segja engum neitt og byrja allt inni og getur það gert það að verkum að þunglyndið versnar.
Gott er að leita til sálfræðings ef grunur er um það að þú sért þunglyndur eða ræða við vini og vandamenn sem þú getur treyst 100%

Ef vinur þinn er þunglyndur ráðleggðu honum að tala við sálfræðing eða hlustaðu mjög vandlega og hafðu það í trúnaði því margir geta ekki farið til sálfræðings þó það sé alltaf betra því hægt er að fá lyf við þunglyndi.

Lyf við þunglyndi eru misjöfn og til þess að fá lyf þarftu að vera soldið mikið þunglyndur.
Það þarf enginn að leyna því að hann sé þunglyndur því það verða flestir þunglyndir einhvern tímann yfir ævina :)


Það eiga margir við geðræn vandamál að stríða, öfvirkni,stundarbrjálæði og margt fleira en það getur verið hættulegt ef maður fær ekki lyf.
Geðræn vandamál geta bæði verið hættuleg gagnvart sjálfum þér og öðrum í kringum þig.
Ef einhver sem þú þekkir hefur sýnt það að hann geti átt við geðræn vandamál skaltu ráðleggja honum/henni að leita sér hjálpar……og ef þú heldur að þú getir átt við samskonar vandamál er gott að þú leitir til geðlæknis eða sálfræðings ;)


Þetta flokkast bæði undir heilsa, GEÐheilsa

En jæja, þetta er orðið frekar langt en nokkuð sem maður þarf að hugsa um.
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"