Rosalega er ég orðinn leiður á markaðsmaskínunni í kringum Cheerios ! Ekki nóg með þessar ógeðslegu auglýsingar með “seríos slefandi” presti og öðru þekktu fólki, þá eru þeir af heilaþvo fólk með því að þetta sé e.h. hollustuvara ! Látum vera ef krakkarnir borða þetta á morgnana en þetta virðist vera orðið miklu meira en morgunmatur hjá þeim.

Gallin við þetta er að þetta eru nær hrein kolvetni sem verða að fitu ef þeim er ekki brennt, sama gildir um pizzuna em virðist vera orðinn mjög stór þáttur í fæðu Íslendinga. Ekki furða þótt þjóðin blási út, og maður heyrir æ sjaldnar klisjuna um Kanann með feita hamborgararassin, því hann er kominn til Íslands !

Annars ætlaði ég að tala um hvernig er hægt að hafa áhrif á líðan með vali á mat og líka hvernig sá matur getur líka hjálpað við að halda sér í formi. Þar á ég aðallega við allskonar fisk og grænmeti. Við Íslendigar höldum oft að við séum svo framarlega í öllu en, en það á aðallega við nýjustu tækni, á flestum öðrum sviðum erum við á eftir. Mataræðið er dæmigert fyrir þetta, þegar hugsandi fólk í BNA fór að hætta í ruslfæðinu þá fórum við Íslendinar í það af krafti. Meðfram þessu fór fólk í vestrænum löndum að borða meiri fisk og grænmeti, þá hefur fiskneysla stórminnkað hér og grænmeti mun minna borðað en í nágrannalöndum.

Ég hef aldrei verið mikill aðdándi hefðbundins fisks en þegar ég fann að hann gerði mér gott þá fór ég að reyna að finna “öðruvísi” fisk sem mér fannst góður. Þar má telja Rækjur, krækling, hörpudisk og túnfisk sem er í uppáhaldi hjá mér. Mér leiðist frekar að elda ferskan fisk sjálfur en auðvitað er það best, en ég borða t.d. harðfisk í staðinn.

Ég er viss um að það er eitthvað í sjávardýrum sem gerir manni gott andlega og líkamlega, og ef ég er eitthvað daufur þá fæ ég mér eitthvað úr sjónum og finn greinilega mun. Kannski eru þetta hina margumtöluðu Omega-3 olíur en ég er ekki viss, en t.d. veit ég að mikið sink er í t.d. skeldýrum en það er mjög gott fyrir karlkynið eða þannig. Þessi fiskur sem ég taldi upp er mjög hentugur til að borða með grænmeti t.d. með allskonar saladi. Þannig matur verður próteinríkur og með hæfilegum kovetnum úr grænmetinu en það er einmitt hrátt og það er talið mjög hollt.

Svo trúi ég á lýsið sem ég tek daglega, enda verð ég mjög sjaldan veikur af flensum og kvefi. Svo eitt tipp; Ef þið eruð að fara að drekka takið inn töflu af B vítamíni, minni þynnka og “downer”.