Ég vil miðla aðeins af minni reynslu við að grenna mig á u.þ.b. ári. Ég hef talað um kolvetnin hér áður en vil enn leggja áherslu á þau, því að ekkert gerðist hjá mér fyrr en ég fór að hugsa um að minna þau í matnum. Það fauk í mig við að lesa grein í Dv nýlega þar sem enn og aftur er verið að tala um hvað Atkinssons kúrinn sé sammtímalausn og hættulegur. Það er alltaf talað um öfgarnar í þeim “kúr” þ.e. fara bara í fituríkt fæði eins og beikon og rjómasósur, en ekki talað um að það sé hægt að borða holt með kovetnissnauðu mataræði.

Ég var orðinn fullsaddur af litlum árangri hjá mér fyrir rúmu ári, alltaf í ræktinni og þóttist borða hollan mat en samt að verða 95 kíló. Það lá við að ég óskaði þess að verða á e.h. hátt veikur til að léttast, ekkert virtist duga. Þá fór ég að heyra þetta tal um kolvetnin í tengslum við Atkins kúrinn of fór að fikra mig áfram. Ég vissi að það væri ekki hollt að hakka í sig beikon og steikur með rjómasósu og smöri til þess að létta sig, manni gæti ekki liðið vel af því, svo ég fór að þróa minn eigin stíl.

'Eg byrjaði á því að borða sykurlaust skyr í morgunmat, en það er fullt af próteini og dregur úr hungurtilfinningu, á meðan kolvetnis morgunverður eins og mörg morgunkorn auka á hana. Ég hef alltaf borðað töluvert grænmeti og hélt því áfram, þar eru smá kolvetni, en holl og ekki of mikil, og með því er gott að borða e.h. fisk eða kjöt.

Það sem ég tók út var; Pasta, Pizza, kartöflur og hrísgrjón. Hveitið í Pizzu og Pasta er mikið unnið og fullt af kolvetnum, kartöflur og hrísgrjón eru skárri en samt full af kolvetnum og skulu tekin út ef fólk er í átaki. Sama gildir um brauð, nema smávegis gróft stundum. Gos með sykri og nammi er auðvitað bannað nema smávegis á “nammdögum” á c.a. hálfs mánaðar fresti. Dökkt súkkulaði er þó skást af nammi og möndlur eru ágætis snakk.

En ég fer líka í ræktina 4-5 sinnum í viku og mæli sérstaklega með því að ganga á Esjuna í góðu veðri, manni líður rosalega vel á eftir. 'Eg var að skríða niður fyrir 80 kg. í fyrsta sinn í mjög langan tíma og ég varla trúi þessu, þetta er ekki svo erfitt. Ég er ekki á neinum “kúr”, nú er þetta lífsstíll, ég neita mér ekki um neitt þannig, bara langar ekki mikið í það sem ég veit að er slæmt. Ég drekk lítið af bjór en frekar rauðvín sem virðst ekki skipta máli, ég fæ mér skyndibita einstaka sinnum ef þörf krefur, engar öfgar bara skynsemi.

þó þetta sé allt farið af finnst mér nóg eftir, ég þarf að taka 3-4 kg. til að vera góður samkv. BMI staðlinum, eitthvað sem ég taldi fyrir stuttu vonlaust !

Gangi ykkur vel !

P.S. Einn galli kannski, maður þarf að endurnýja í fataskápnum !