Ég hef smá vangaveltur um vatn.. Ég var að hugsa, nú er maður alltaf að heyra að maður eigi að drekka heilan helling af vatni yfir daginn. Hér er t.d. dæmi:

- Eitt glas af vatni nægði til að loka alveg á hungur verki hjá næstum 100% af fólki sem tók þátt í könnum hjá Háskóla í Washington.
- Ónóg neysla af vatni, er númer 1 fyrir þreytu á deginum.
- Útkoma frá einni könnun gefur í skyn að 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti létt á bakverk og liðaverkum fyrir allt að 80% þolenda.
- Ef vatnið í líkamanum lækkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu
skammtíma minni, vandræðum við einfalda stærðfræði og vanda við einbeitingu á tölvuskjá eða á prentaðri blaðsíðu.
- Að drekka 5 glös af vatni lækkar hættuna á krabbameini í þörmum um 45%, plús að geta lækkað hættuna á brjóstkrabba um 79% og maður er í 50% minni hættu á að fá blöðru krabbamein.

Spurning er sú, skiptir öllu máli að það sé hreint vatn? Er það mikið verra ef það er með gosi? keim? smá braðefni? djús? eða einhverju öðru.. verður það að vera 100% hreint vatn úr krananum?

Önnur spurning.. hvað er “glas af vatni” stórt?? Nú á ég glös í allskonar stærðum og gerðum.. er til einhver standard stærð á þessu? Er ekki betra að segja t.d. 2 lítra á dag? (heyrði það einhvertíma)