Ég fór í 10-11 Glæsibæ um tíuleytið í gærkvöldi sem er nú ekki frásögu færandi, en við innganginn stóðu fjórar stelpur (sirka 16 ára) í hóp og allar reykjandi úti í þessum skítakulda sem var þá. Tilfinningin var eins og þær héldu að þetta væri eitthvað töff, eins og að þær væru skrefinu ofar en hinir krakkarnir sem ekki reykja.
Getur einhver útskýrt fyrir mér hugsunaganginn hjá þessum krökkum í dag sem byrja að reykja í góðum fíling?!!! Vitandi það að þetta er fáránlega illalyktandi, sóðalegt, dýrt og síðast en ekki síst heilsuspillandi með meiru! Hættir þetta ALDREI að vera TÖFF?

Tökum eina af þessum stelpum til hliðar. Hún reykir sig inn í framtíðina, kynnist manni, eignast börn og hefur það næs.
Spurningin er… er hún tilbúin að deyja frá börnunum sínum, eiginmanninum og fjölskyldunni almennt í kringum fimmtugt eða sextugt úr lungnakrabbameini eða öðrum reykingartengdum sjúkdómi? Hvað af orðinu “reykingarvaldadauða” skilja krakkar ekki í dag?

???? darn ?????