Margir kannast við að það að vilja koma sér í gott form. Þá er sama hvort átt er við þá sem eru of þungir og með takmarkað þol eða bara einstaklinga sem eru mjög grannir og vöðvarýrir. Til þess að koma sér í form þarf númer eitt að vilja það. Fullt af fólki hefur labbað inn í líkamsræktarstöð og keypt sér marga mánuði í aðgang að tækjum o.þ.h. og svo hreinlega hætt að mæta eftir nokkur skipti, gefist upp. Það er mikið atriði að vita hvað þú ætlar þér áður en lagt er upp með að koma sér í form. Ætlaru að grenna þig ? Bæta á þig vöðvamassa ? Auka þol eða allt undantalið ? Til þess að ná hámarksárangri í því að grenna sig eða styrkja þarf skipulag. Reglulegar æfingar og rétt matarræði tryggir það að árangur náist. Til eru mýmörg æfingaprógröm, misgóð. Eitt er samt öruggt, ef þú fylgir þeim munt þú ná árangri. Vertu bara viss um að fylgja áætlun og að hún sé sniðin að því sem þú ætlar þér.

Að grenna sig léttast : Gerðu þrekæfingar a.m.k. 3 - 5 í viku. Ganga, skokka, hlaupa, hjóla, synda. Finndu út réttan æfingapúls (Æfingapúls er sá fjöldi slaga á mínútu sem hjarta þitt slær til að ná fram þolþjálfunaráhrifum sem hæfa best aldri þínum og getu).

Formúlan er þessi : 220 - aldur = hámarkspúls

Hámarkspúls - hvíldarpúls (tekinn í hvíld, t.d. eftir svefn).
Margfaldaðu svo með 0,6 - 0,7 eða 0,8 (þ.e.a.s. eftir því álagi sem þú vilt hafa í æfingunum).
Leggðu svo hvíldarpúlsinn við og þá færðu út réttan æfingapúls fyrir þig.

Hversu lengi í einu þú stundar þrekþjálfun er mismunandi. Ert þú að brenna á fastandi maga t.d að morgni til ? Hver og einn skyldi vega og meta ástand líkama síns og vinna út frá því. Ef þú telur þig ekki geta metið hvursu lengi þú þarft að vera að í einu er auðveldlega hægt að ráðfæra sig við fagfólk. Sumir hafa sagt að á fastandi maga byrji líkaminn að vinna úr fitunni eftir 14 - 16 mín, annars ekki fyrr en eftir 20 - 22 mín. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið. Aðalatriðið er að byrja rólega og auka svo álagið jafnt.

Ef ætlunin er að koma sér gott form, gera minna af því að grenna sig og meira að auka styrk úthald skal æft með lóðum. Þar gildir að vita hvað maður er að gera. Auðvelt er að eyða miklum tíma (og peningum) í að lyfta lóðum og þess háttar án þess að ná árangri. Í því sambandi er líka gott að ráðfæra sig við fagfólk. En eitt skal athugað. Ekki mæli ég með því að stunda þrekæfingar um fyrir/eftir lóðaæfingar. Ef þú lyftir einn daginn skaltu reyna að stunda þrekæfingu hinn. Í það minnsta láttu líða 12 tíma á milli þess að vera í lóðum og þreki. Það fer ekki vel saman að gefa sig alveg í lóð og fara svo beint í þrekæfingu.

Matarræðið er algjör lykilundirstaða í því að grenna sig og styrkja. Fólk borðar gjarnan sjaldan og mikið í einu. Liggur svo í “rusli” þess á milli (nammi & snarl). Ekki gott. Reyndu frekar að borða oftar og minna í einu. Veldu þér líka próteinríka og holla fæðu. Ef þú átt kost á getur þú verslað þér fæðubótarefni sem að stilla næringarinntöku af. Próteinsjeikar, duft og stangir geta verið góður valkostur. Klippa út gosdrykki og minnka sælgætisát niður í lágmark (ekki oftar en 1 dag í viku). Drekktu svo vatn, vatn og meira vatn. Það hreinsar bæði líkamann og er það besta sem þú getur vökvað þig með (skrokkurinn er jú eitthvað um 60 % vatn).

Svo er bara að halda áætlun. Það ber engin ábyrgð á þínum líkama nema þú sjálf/ur. Svo er bara að mæta í ræktina og svitna aðeins. Þér mun líða betur og verða ánægðari með sjálfa/n þig.