Móðir teresa var eitt sinn spurð af blaðamanni :þegar þú biður til guðs ,hvað segir þú við hann….
Móðir Teresa sagði þá ..
Ég segi ekkert við hann…hann hlustar
Þá spurði blaðamaðurinn…hvað er þá guð að segja við þig….
Móðir Teresa sagði þá….hann segir ekkert…ég hlusta

Já til þess að botna í þessu öllu saman verður þú að byrja á byrjunarreitnum….

Þekkiru slönguspil???
Það er teningaspil…
Þú kastar tening og færð tölu og heyfir kallinn þinn jafn langt og teningurinn segir þér.Ef teningurinn segir 5,þá hreyfist kallinn þinn um 5 reiti….
En þetta er ekki svo auðvelt því það liggja slöngur vítt og breitt um spilið sem að senda þig neðar …þannig ef þú ert á reit 36 og lendir á slöngu þá sendir slangan þig neðar í spilið ..t.d. á reit 25 eða 13….
Lifið er líkt og slönguspil að mörgu leiti nema við erum mun heppnari en leikmenn slögnuspilsins…þeirra líf er stjórnað af teningi sem getur sent þá til alls kyns glötunar…..

Við sem lifum fyrir utan slönguspilið getum hins vegar stjórnað líf okkar sjálf….við lifum ekki með teningum….við stjórnum lífi okkar af gjörðum og ákvörðunum sem við tökum…

OG EF VIÐ þekkjum okkur sjálf…þá eigum við svo mikklu auðveldari með að taka réttar ákvarðanir og gjörðir.
Ef við erum týnd og treystum ekki á sjálf okkur,ef við finnum okkur ekki og ef við þekkjum ekki sjálf okkur….þá eigum við svo auðvelt með að lenda á slöngureitunum.
Þegar við fæðumst erum við fullkominn. Við fæðumst saklausir einstaklingar . Við erum alinn upp af samfélaginu og þá helst af fjölskyldunni okkar því að við sem börn þá erum við ekki tilbúinn til að taka sjálfstæðar ákvarðanir….við berum ekki ábyrgð á sjálfum okkur þegar við erum börn. Þá látum við fjölskylduna, uppalendur, samfélagið, , þjóðfélagið og utan að komandi umhverfi um að ala okkur upp,…því við erum aðeins börn.
En þegar við vöxum úr grasi hvað gerist þá….
Hvað gerist….
Smátt og smátt byrjum við að taka meiri og meiri ábyrgð á okkur….
Að lokum verðum við sjálfráða,lögráða,fáum réttindi til íbúðakaupa,réttindi til að giftast,kosningarétt ogsvo fr.
Ekki nóg með það heldur fylgja þessi réttindi fólki aukið frelsi…
Eðlilega fylgir frelsinu aukin vellíðan….
En hvað þýðir það að vera frjáls….þýðir það að vera frjáls til að gera allan andskotan sem manni dettur í hug,jafnvel þótt að það skaði aðra…eða þýðir það að geta gert hvað sem er svo lengi sem það skaðar ekki aðra…..

Fyrir mér er þetta bara yfirborðskennd rök.
Fyrir mér er frelsið mun dýpri þáttur….
Fyrir mér er frelsið mikklu persónulegra…
Fyrir mér finnst frelsið aðeins í hjartanu….
Og til að finna þennan stað í hjartanu þarf að gefast upp. Þú þarft að fyrirgefa. Fyrirgefa vinum þínum,fjölskyldu,fólki sem hefur komið ílla fram við þig,þú verður að reyna að skilja þeirra aðstæður,þeirra mistök. Þá ertu frjáls….frjáls frá þeim öllum og því sem að er að ergja þig.
Þú verður að sleppa tilfinningum á borð við reiði. Þú verður að endurskoða líf þitt og gefa eftir. Gefast upp….og leifa gömmlu áföllunum að brjótast út úr líkamanum. Jafnvel þótt þú þurfir að öskra í gegnum koddan þinn. Ef þær komast ekki út um líkamann þá setjast þær á vefina í likamanum þínum og valda kvillum.
Þú ert ekki aðiens líkami,heldur einnig hugurinn og sálin…(þótt ég tali um að .þú sért hugurinn,þá ertu ekki hugsanir þínar.)
Ef að sálin þín og hugur þinn og þú eigið sjálf þarft að upplifa sorg,reiði eða áfall þá er það eins og högg fyrir líkamann þinn. Högg er mismunandi fyrir líkamann,stundum eru þau laus,stundum þyngri og valda marblettum….svo eru önnur sem geta valdið mikklu verri eymslum á borð við beinbrot og vefjaskemmdir….
Slík eymsli verður maður að fá meðferð fyrir. Og endurhæfingu.
Þetta má einnig segja með manneskjuna.Ef hún upplifir stór áföll og langvarabdi reiði við umheiminn þá þarf hún endurhæfingu og umhirði,heilun og/eða meðferð.

Ég stikkla á mjög stóru í þessari grein…og kannski skilur þú ekki allt…en þér er hollt að lesa þetta bréf oft yfir …þangað til að þú byrjar að skilja eitthvað í því.

Ég er að reyna að koma þér á sporið….
Þú átt eftir langa ferð fyrir höndum og þú ert ekki einu sinni búinn að kaupa þér gönguskó…

Þú veist alveg hvað þú átt að gera

Ætlaru að segja ..æææ ég á ekki einu sinni gönguskó og neni þessu ekki,of mikið umstáng…of mikið vesen….
Þannig hjakkastu alltaf í sama farinu…þú átt ekki eftir að skilja frelsið,þú átt ekki eftir að fatta hina sönnu lífsleikni…
Þú veist hvað þú átt að gera …???

Svarið felst á svo margann hátt…
Menntaðu þig….það er ein leið af svo morgum…
Menntaðu hugann þinn
Menntaði líkamann þinn
Menntaði sálina þína ….

Þegar ég tala um mennt þá er ég ekki að tala um stærfræði kunnáttu þar sem við erum að leita að sannleikanum í hornatölum….ég er ekki heldur að tala um að vera með stúdenntspróf eða eitthvað laim ass réttindi sem gefa grænnt ljós í stjórnmála fræði…..

Mikill menntamaður sagði eitt sinn:
Þú getur eitt 4 árum í menntaskóla og komið þar út jafn vitneskju snauður og þú varst þegar þú komst þangað inn.
Svarið felst á svo morgum stöðum.
Kennslubækur og hugvitsrit má finna alls staðar.
Á bókasöfnum er endalaus viska til dæmis….
Þar finnur maður svo ótrúlega þekkingu sem speglar samfélagið og og veitir innsyn inn í lífið.
Bækur um félagsfræði, siðfræði og sálfræði veita manni skemmtilegan skilning á lífinu. Ekki vaða í þynngstu bækurnar. Byrjaðu á þeim auðveldari og farðu svo í þyngra,líkt eins kraftlyftingamaður sem byrjaði fyrst að lyfta 20 kg áður en hann gat tekið 220 kg.
Þeir sem hafa hlotið mestu velgegni varðandi hamingju og hreinan lífsanda eru þeir sem hafa tileinkað sér visku austurlennskrar heimsspeki og visku sem er að austurlöndum bergi brotinn. Þar hefur fólki tekist á vel til að þróa hugleiðslu æfingar og uppskriftir heilbrigðs lífstíls…
Þaðan eru til ótal fræðirit og speki eins og jóga heimspeki og búddismafræði sem er einstakt að hafa í huga á lífsleiðinni….
Mannstu þegar þú varst lítið barn…lokaðu augunum….knústu barnið sem þú varst,faðmaðu það….þú ert enþá einstakur einstaklingur….Eins og þú varst þegar þú varst lítill/lítil,…þú ert enþá fullkominn eins og þetta barn


Hvað er hugleiðsla ?

Hjarta Dharmaiðkunar er hugleiðsla. Tilgangur hugleiðslu er að róa hugann og gera hann friðsælan. Ef hugur okkar er friðsæll losnum við við áhyggjur og andleg óþægindi og munum því upplifa sanna hamingju, en ef hugur okkar er ekki friðsæll eigum við afar erfitt með að vera hamingjusöm, jafnvel þó við búum við hinar bestu aðstæður. Ef við þjálfum okkur í hugleiðslu verður hugur okkar smám saman friðsælli og við munum upplifa hreinna og hreinna form af hamingju. Að lokum verðum við fær um að vera hamingjustöm öllum stundum, jafnvel í hinum erfiðustu kringumstæðum.
Okkur þykir venjulega erfitt að stjórna huga okkar. Það virðist sem hugur okkar sé eins og blaðra í vindi - feykist hingað og þangað af ytri kringumstæðum. Ef allt gengur vel er hugur okkar hamingjusamur en ef hlutirnir ganga illa verðum við samstundis óhamingjusöm. Ef við til dæmis fáum það sem við viljum, eins og nýja eign, nýjan maka, verðum við spennt og grípum þéttingsfast í það, en þar sem við getum ekki fengið allt það sem við viljum og þar sem við munum á endanum óumflýjanlega þurfa að skilja við þá vini og eignir sem við nú njótum verður þessi andlega klísturhneigð eða hugfesting aðeins til þess að færa okkur sársauka. Á hinn bóginn ef við fáum ekki það sem við viljum eða við töpum því sem okkur er kært, verðum við örvæntingarfull eða pirruð. Til dæmis ef við neyðumst til að vinna með starfsfélaga sem okkur mislíkar með þeim afleiðingum að við verðum ófær um að starfa með þeim með einhverjum afköstum verður tími okkar í vinnunni uppfullur af streitu og ófullnægjandi.
Þessar sveiflur í skapi rísa upp vegna þess að við erum of innvikluð í ytri kringumstæður. Við erum líkt og barn sem byggir sandkastala og verður spennt þegar hann verður til en kemst svo í uppnám þegar hann eyðileggst í flóðinu. Með því að þjálfa okkur í hugleiðslu sköpum við innra rúm og skýrleika sem gera okkur kleift að stjórna huga okkar óháð ytri kringumstæðum. Hægt og bítandi þróum við andlegt jafnvægi, stöðugan huga sem er ávallt hamingjusamur, frekar en óstöðugan huga sem sveiflast á milli öfga uppnáms og örvæntingar.
Ef við þjálfum kerfisbundið í hugleiðslu munum við að lokum geta útrýmt úr huga okkar ranghugmyndunum sem eru orsök allra okkar vandamála og þjáninga. Með þessu móti munum við geta upplifað varanlegan innri frið sem er kallaður´lausn´eða ´nirvana´. Þá munum við dag og nótt, í lífi eftir líf aðeins upplifa frið og hamingju.
Hugleiðsla er aðferð til að kynna huga okkar fyrir dyggð. Hún er hugur sem greinir eða einbeitir sér að dyggðugu viðfangi. Dyggðugt viðfang er það sem orsakar að við þróum friðsælan huga þegar við greinum það eða einbeitum okkur að því. Ef við íhugum viðfang og það fær okkur til að þróa ófriðsælan huga svo sem reiði eða hugfestingu gefur það til kynna að það viðfang sé ekki dyggðugt. Það eru einnig til mörg viðföng sem eru hvorki dyggðug né ekki dyggðug, heldur hlutlaus.
Það eru tvær gerðir hugleiðslu ; greinandi hugleiðsla og staðsetningarhugleiðsla. Greinandi hugleiðsla felur í sér íhugun á merkingu Dharma leiðbeininga sem við höfum heyrt eða lesið. Með því að íhuga slíkar leiðbeiningar djúpstætt munum við að endingu komast að staðfastri niðurstöðu eða orsaka að tiltekið dyggðugt hugarástand rísi upp. Þetta er viðfang staðsetningarhugleiðslu. Við einbeitum okkur þá einpunkta á þessa niðurstöðu eða dyggðuga hugarástand eins lengi og mögulegt er til að kynnast því á djúpan hátt. Þessi einpunkta einbeiting er staðsetningarhugleiðsla. Oft er greinandi hugleiðsla einfaldlega kölluð ´íhugun´ og staðsetningarhugleiðsla einfaldlega kölluð ´hugleiðsla´. Staðsetningarhugleiðsla veltur á greinandi hugleiðslu og greinandi hugleiðsla veltur á hlustun eða lestri á Dharmaleiðbeiningum.
Fyrsta stig hugleiðslu er að stöðva truflanir og að gera huga okkar skýrari og bjartari. Þessu er hægt að ná með því að iðka einfalda öndunarhugleiðslu. Við veljum kyrrlátan stað til að hugleiða og sitjum í þægilegri stellingu. Við getum setið í hinni hefðbundnu krossleggjaðri stellingu eða í hvaða annarri þægilegu stellingu sem er. Ef við viljum getum við setið í stól. Mikilvægast er að halda bakinu beinu til að koma í veg fyrir að hugur okkar verður silalegur eða syfjaður.
Við sitjum með augun hálflokuð og beinum athygli okkar að andardrættinum. Við öndum eðlilega, helst í gegnum nefið, án þess að reyna að stjórna andardrættinum og reynum að verða meðvituð um tilfinninguna þegar loftið fer út og kemur inn um nasirnar. Þessi tilfinning er viðfang hugleiðslunnar. Við reynum að einbeita okkur að henni til útilokunar á öllu öðru.
Í fyrstu mun hugur okkar vera mjög upptekinn og okkur gæti jafnvel fundist að hugleiðsla geri huga okkar enn uppteknari; en raunverulega erum við bara að verða meðvitaðri um hversu upptekinn hugur okkar er í raun. Það mun verða mikil freisting að fylgja eftir hinum mismunandi hugsunum þegar þær rísa upp, en við ættum að standast hana og vera áfram fókuseruð einpunkta á tilfinningu andardráttarins. Ef við uppgötvum að hugur okkar hefur ráfað í burtu og fylgir eftir hugsunum okkar ættum við samstundis snúa honum aftur að andardrættinum. Við endurtökum þetta eins oft og nauðsynlegt er þar til hugurinn kemur sér fyrir á andardrættinum.
Ef við iðkum af þolinmæði á þennan hátt munu truflandi hugsanir okkar smám saman hjaðna og við munum upplifa innri frið og afslöppun. Hugur okkar verður bjartur og víðáttumikill og okkur finnst við endurnærð. Þegar sjórinn er úfinn þyrlast upp botnlagið og vatnið verður gruggugt, en þegar vind lægir sjatnar aurinn smám saman og vatnið verður tært. Á svipaðan hátt þegar annars látlaust flæði truflandi hugsanna okkar er róað með einbeitingu á andardráttinn verður hugur okkar óvanalega bjartur og skýr. Við ættum að dvelja í þessu ástandi hugarkyrrðar í svolitla stund.
Jafnvel þó að öndunarhugleiðsla sé aðeins undirbúningsstig að hugleiðslu getur hún verið afar kraftmikil. Við getum séð af þessari iðkun að það er mögulegt að upplifa innri frið og ánægju einfaldlega með því að stjórna huganum, án þess að þurfa að nokkru leyti að treysta á ytri kringumstæður. Þegar umrót truflandi hugsanna lægir og hugur okkar kyrrist rís djúp hamingju- og ánægjutilfinning náttúrulega innan frá. Þessi ánægju- og vellíðunartilfinning hjálpar okkur á að takast á við annir og erfiðleika hversdagsins. Svo mikið af þeirri streitu og spennu sem við venjulega upplifum kemur frá huga okkar og mörg af þeim vandamálum sem við upplifum, þar með talið slæm heilsa, orsakast af eða versna vegna þessarar streitu. Aðeins með því að gera öndunarhugleiðslu í tíu eða fimmtán mínútur á hverjum degi munum við geta dregið úr þessari streitu . Við munum upplifa kyrrláta og víðáttumikla tilfinningu í huganum og mörg af okkar venjulegu vandamálum hverfa. Auðveldara verður að eiga við erfiðar aðstæður, við munum náttúrulega hafa hlýtt og gott viðmót gagnvart öðru fólki, og sambönd okkar við aðra mun smám saman batna.
Við ættum að þjálfa okkur í þessari undirbúnings hugleiðslu þar til við höfum öðlast einhverja reynslu af henni; en ef við viljum öðlast varanlegan og óbreytanlegan innri frið og ef við viljum verða algerlega laus undan vandamálum og þjáningum þurfum við að færa okkur frá einfaldri öndunarhugleiðslu yfir á hagnýtari gerðir af hugleiðslu

Hugleiðsla
Fleira og fleira fólk hefur uppgötvað mátt hugleiðslu til að umbreyta lífi sinu:
þegar mikið er að gera skapar hugleiðsla innri ró
Þegar maður er stressaður auðveldar hugleiðsla slökun líkama og huga
Þegar maður mætir erfiðleikum auðveldar hugleiðsla að takast á við þá á jákvæðan hátt.
Þegar erfiðleikar eru í sambandi hjálpar hugleiðsla með því að gefa visku til að takast á við þá.
Þegar maður er uppfullur af eigin vandamálum gefur hugleiðsla manni kærleika til að elska aðra.

Sérstök öndunarhugleiðsla
Almennt er tilgangur öndunarhugleiðslu að róa hugann og draga úr truflunum áður en hafist er handa við eiginlega hugleiðslu eins og einhverja af þeim tuttugu og einni hugleiðslu sem útskýrðar eru í þessari bók. Einföld öndunarhugleiðsla eins og sú sem er lýst á blaðsíðu 18 mun hjálpa okkur til að gera þetta, en sú hugleiðsla sem hér er útskýrð gegnir einnig öðrum hlutverkum. Hún hjálpar okkur til að bæta áhugahvöt okkar, að þróa gott hjarta og þjálfaðan huga ásamt því að auka orku okkar til að iðka Dharma. Hún er einnig sérstök aðferð til að þreskja Búddafræ okkar, auk þess að búa okkur undir Hæstu Jóga Tantra hugleiðslu.
Í þessari hugleiðslu fléttum við saman andardrætti okkar við þyljun á möntrunni OM AH HUM, sem er kölluð mantra allra Búddanna. Það eru til margar mismunandi möntrur en þær eru allar innifaldar í þessum stöfum. Allir Búddar tilheyra einhverjum af þremur hópum: vajra líkama, vajra tal og vajra huga. Mantra vajra líkama er OM, mantra vajra tals ar AH og mantra vajra hugar er HUM Þess vegna , ef við þyljum þessa þrjá stafi af trú, munum við fá blessanir líkama, tals og huga allra Búddanna.
Búdda er sá sem er algerlega laus undan öllum göllum og takmörkunum og hefur þróað alla góða eiginleika til fullkomnunar. Því hefur Búdda sérstaka eiginleika líkama, tals og hugar sem tilheyra ekki venjulegum verum. Þegar við þyljum þessa möntru ættum við að hafa djúpa trú á þessum eiginleikum og þróa sterka ósk um að öðlast þá sjálf.
Jafnvel hinar tignustu venjulegar verur svo sem kóngar og drottningar hafa aðeins einn líkama en Búdda hefur marga líkama. Eiginlegur líkami Búdda er hinn alvitri hugur hans. Hann er kallaður ´Sannleikslíkami´. Vegna þess að aðeins aðrar uppljómaðar verur geta séð þennan líkama formbirtir Sannleikslíkaminn fíngerðan form líkama sem er kallaður ´Ánægjulíkami´. Þessi líkami er hins vegar afar fíngerður og er aðeins séður af Æðri Bodhisöttvum, þeim sem hafa milliliðalausa skilningsupplifun á tómleika. Til að geta haft bein samskipti við venjulegar verur, útstreymir Ánægjulíkaminn óteljandi grófa form líkama sem er kallaðir Útstreymislíkamar. Það eru tvær gerðir Útstreymislíkama; Æðri Útstreymislíkamar og Útstreymislíkamar sem birtast sem venjulegar verur. Sá fyrri er séður aðeins af þeim sem hafa hreinan huga og hreint karma en sá síðari sést af öllum. Samkvæmt Mahayana búddisma, fylla Ústreymislíkamar alla veröldina þó þeir séu yfirleitt ekki sjáanlegir venjulegum verum. Venjulegar verur hafa venjulega huga og sjá því allt, jafnvel Útstreymi Búdda sem venjulegt.
Tal Búdda býr einnig yfir mörgum góðum eiginleikum. Ólíkt tali venjulegra vera, sem hefur ekki mikinn mátt, hefur tal Búdda mátt til að hjálpa öllum lifandi verum. Allir þrá að losna undan þjáningu og upplifa hreina hamingju og tal Búdda útskýrir hvernig hægt er að uppfylla þessa ósk. Þó við séum stöðugt að leita hamingjunnar finnum við hana aldrei. Búdda útskýrði að þetta er vegna þess að við erum föst í samsara. Sönn hamingja finnst aðeins utan samsara. Ef við viljum upplifa þessa hamingju verðum við að losna úr samsara með því að reiða okkur á hinar andlegu leiðir sem Búdda kenndi. Þá munum við upplifa varanlegan endi á þjáningu og órofinn frið og hamingju. Tal Búdda er því lykillinn sem leysir okkur úr fangelsi samsara og uppfyllir ósk okkar um hamingju.
Búdda býr einnig yfir mörgum einstökum eiginleikum hugar. Hugur Búdda er fullkomlega laus undan fávísi og mörkum hennar líkt og himinn sem er laus við ský. Vegna þess að hugir þeirra eru algerlega óhindraðir þekkja Búddar milliliðalaust og samtímis öll fyrirbæri fortíðar, nútíðar og framtíðar. Hugur Búdda er æðsta stig huglegrar þróunar.
Við höfum öll fræ líkama, tals og hugar Búdda og ef við iðkum hreinar andlegar leiðir getum við orsakað að þessi fræ þreskist og náð að öðlast þessa sérstöku eiginleika. Ef við höldum áfram að bæta núverandi hugi okkar ástar, kærleika og bodhichitta munum við verða Bodhisattvar. Ef við þá höldum áfram að þjálfa okkur í hreinum andlegum leiðum munum við að endingu verða Búdda. Í Mahayana búddisma er aðferðin við að reiða sig á Búdda ekki einfaldlega að biðja Búdda að hjálpa okkur heldur að leitast eftir að verða sjálf Búdda til að geta hjálpað öðrum. Þess vegna ættum við að draga smám saman úr göllum okkar í líkama, tali og huga og þróa alla góða eiginleika í staðinn. Þegar gallar okkar minnka og góðir eiginleikar aukast munum við dragast nær og nær Búddadómi. Að lokum munum við verða að full uppljómuðum verum. Mörg þúsund Mahayana iðkendur fyrri tíma hafa náð uppljómun með þessum hætti.
Eftir íhugun á þessi atriði ættum við að hugsa:
Hve dásamlegt það væri ef ég yrði Búdda og öðlaðist þessa góðu eiginleika líkama, tals og hugar Búdda! Sem stendur hef ég engan mátt til að hjálpa öðrum en ef ég verð Búdda mun ég verða fær um að hjálpa öllum lifandi verum án undantekningar. Þess vegna þarf ég að verða Búdda.
Þessi áhugahvöt er bodhichitta. Með þessa áhugahvöt ættum við að þylja möntruna OM AH HUM, án þess að gleyma merkingu hennar. Þar til við venjumst möntrunni ættum við að þylja hana munnlega; síðan getum við sameinað hana öndunarhugleiðslu.
Til að gera það öndum við blíðlega og eðlilega í gegnum báðar nasir. Þegar við drögum inn andann þyljum við OM. Við höldum andanum í stutta stund í hjartanu og þyljum í huganum AH. Svo þegar við blíðlega öndum frá okkur þyljum við í huganum HUM. Við endurtökum þennan hring eins oft og við viljum og munum allan tíman merkingu möntrunnar með huga trúar. ´Hjartað´sem er vísað til hér er andlega hjartað ekki hið líkamlega. Það er staðsett í miðju brjóstsins. Til að byrja með getum við haldið andanum aðeins í stutta stund en með æfingu munum við geta haldið honum í lengri og lengri tíma án óþæginda.
Þessi hugleiðsla leiðir af sér margar góðar afleiðingar. Hún róar hugann og veldur því að truflandi vitsmunastarf hjaðnar. Hún styrkir lífs-styðjandi vindinn í hjarta okkar og eykur þannig lífsskeið okkar og verndar okkur frá ótímabærum dauða. Vegna þess að við gerum þessa hugleiðslu af áhugahvötinni að öðlast góða eiginleika líkama, tals og hugar Búdda erum við einnig að æfa í bodhichitta, söfnun gæfu og að taka á móti blessunum Búdda. Hún fær Búddafræ okkar til að þreskjast og undirbýr okkur undir Hæstu Jóga Tantra hugleiðslu og gerir okkur auðveldara að öðlast fyllingarstigs skilningsupplifanir í framtíðinni. Þar afleiðandi er hún mun áhrifaríkari en venjuleg öndunarhugleiðsla.
Áhrif þessarar iðkunar haldast jafnvel eftir að við rísum úr hugleiðslu. Ef við gerum þessa hugleiðslu reglulega munum við finna að hugur okkar verður smám saman jákvæðari og þjálfaðri. Hann verður eins og vel taminn hestur sem gerir hvaðeina sem knapinn vill. Ef við viljum hugleiða mun hugur okkar dvelja á viðfanginu án truflunar. Ef við viljum gera “prostrations” mun hann gera það fúslega án frestunar eða leti. Eftir því sem hugur okkar verður þjálfaðri munum við eiga auðveldara með að forðast neikvæðar athafnir líkama, tals og hugar og að iðka dyggð. Við munum upplifa frið og hamingju dag sem nótt, í lífi eftir líf og verða fær um að deila gagnsemi þessarar upplifunar með öðrum. Þetta er raunveruleg merking hins búddíska lífsstíls.
Þegar við skiljum hina mörgu kosti þessarar sérstöku öndunarhugleiðslu ættum við að reyna að iðka hana eins oft og við getum.
Útstreymi - þýðing á orðinu ´emanate´. útstreymi er það sem streymir út frá Búdda og útstreymislíkami vísar til þess hvernig sá líkami varð til ( það er með því að streyma út frá Búdda.)
Bodhichitta - orð úr Sanskrít sem merkir ´hugur uppljómunar´ sem er hugur sem ber stöðgt þá ósk að öðlast uppljómun í þágu allra lifandi vera.
Áhugahvöt - þýðing á orðinu ´motivation´ sem vísar í hvað það er sem hvetur okkur til að gera hluti. Búddistar reyna stöðugt að bæta áhugahvöt sína svo hún snúist um hag annarra en ekki eiginn.
Prostration - ekki enn þýtt svo vel sé svo það bíður betri tíma.

Reiði!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Reiði er sérstaklega skaðleg í samböndum. Þegar við búum með einhverjum eru stöðugt árekstrar á milli persónuleika, forgangsröðunar, áhugamála og hvernig við gerum hlutina. Þar sem við eyðum svo miklum tíma saman og við þekkjum vankanta hins svo vel er auðvelt fyrir okkur að verða gagnrýnin og skapstirð við maka okkar og kenna honum um að gera líf okkar óþægilegt. Ef við leggjum ekki á okkur að reyna stöðugt að takast á við þessa reiði um leið og hún rís upp mun samband okkar bíða skaða. Par getur einlæglega elskað hvort annað en ef þau verða iðulega reið við hvort annað munu stundunum sem þau eru hamingjusöm fækka og lengra verður á milli þeirra. Að lokum kemur að því að áður en þau hafa jafnað sig eftir eitt rifrildið hefur það næsta þegar hafist. Eins og blóm sem kafnar í arfa getur ást ekki lifað af slíkar aðstæður.

Í nánu sambandi eru mörg tækifæri til að verða reiður á hverjum degi svo til að koma í veg fyrir að slæmar tilfinningar hlaðist upp verðum við að takast á við reiðina um leið og hún byrjar að rísa í huga okkar. Við göngum frá leirtauinu eftir hverja máltíð í stað þess að bíða þar til í lok mánaðarins vegna þess að við viljum ekki búa í skítugu húsi né að þurfa að horfast í augu við risastórt og leiðinlegt verk. Á sama hátt þurfum við að leggja okkur fram við að hreinsa til draslið í huga okkar um leið og það birtist því ef við leyfum því að hlaðast upp verður erfiðara og erfiðara að eiga við það og setur sambönd okkar í hættu. Við ættum að muna að hvert tækifæri til að þróa reiði er einnig tækifæri til að þróa þolinmæði.

Það er afar mikilvægt að greina hverjar eru raunverulegar orsakir þeirrar óhamingju sem við upplifum. Ef við erum stöðugt að kenna öðrum um erfiðleika okkar er það öruggt merki um að það eru enn mörg vandamál og gallar í huga okkar. Ef við værum sannanlega friðsæl hið innra og hefðum stjórn á huganum myndu erfitt fólk og aðstæður ekki geta raskað þessari ró og við hefðum enga tilhneigingu til að kenna öðrum um eða líta á þá sem óvini. Fyrir þeim sem hefur náð tökum á eigin huga og útrýmt síðustu leifum af reiði eru allar verur vinir. Bodhisattvi til dæmis sem hefur aðeins þá hvöt að gagnast öðrum á enga óvini. Mjög fáir vilja skaða þann sem er vinur alls heimsins og jafnvel ef einhver myndi skaða hann myndi Bodhisattvinn ekki líta á þá manneskju sem óvin sinn. Með hugann dveljandi í þolinmæði myndi hann vera áfram friðsæll og óhaggaður og ást hans og virðing fyrir árasarmanninum væri hin sama. Slíkur er máttur vel þjálfaðs hugar. Þess vegna ef við viljum í raun losna við alla óvini er það eina sem við þurfum að gera að uppræta reiði okkar.

Hamingja!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! !!!!!!
Við getum einnig notað spegil Dharma til að aðgreina girndarfestingu og ást. Það er auðvelt að rugla þessu tvennu saman en það er grundvallaratriði að aðgreina þetta því ást mun aðeins færa hamingju andstætt því sem hugur girndarfestingar færir okkur einungis þjáningu og bindur okkur enn fastar við samsara. Á þeirri stundu sem við verðum vör við festingu í huga okkar ættum við að vera á verði - alveg sama hversu ánægjulegt það virðist að fylgja eftir festingunni, það er eins og að sleikja hunang af rakvélablaði og til lengri tíma mun óhjákvæmilega leiða til meira
Að gefa viðföng festingar upp á bátinn merkir að við gefum upp á bátinn hugvilluna festingu sem við höfum í huga okkar gagnvart fjölskyldu og vinum. Það merkir ekki að við ættum að gefa upp á bátinn sambönd okkar við ástvini eða að neita að hjálpa þeim er þeir eiga í erfiðleikum. Almennt séð er mikilvægt að viðhalda og bæta sambönd við okkar nánustu, en það er engin ástæða til að reiðast fyrir þeirra hönd. Þegar við höfum festingu við einhvern, þurfum við á honum að halda til að gera okkur hamingjusöm; en þegar hann þjáist eða á í erfiðleikum virkar hann ekki sem skyldi til að veita okkur þá hamingju sem við viljum frá honum. Þetta er ástæða þess að við reiðumst þegar hann er skaðaður. Hrein ást, á hinn bóginn, óblönduð festingu leiðir ekki til reiði. Þegar einhver sem við elskum, en höfum enga festingu við er skaðaður rís upp í hjarta okkar kraftmikil ósk um að vernda hann og hjálpa; en við finnum ekki til neinnar reiði gagnvart árásarmanninum. Við gerum allt það sem við getum til að vernda vin okkar en við höfum enga löngun til að láta árásarmanninn þjást. Það sem við þurfum að gera þess vegna er að gefa upp á bátinn festingu okkar við ástvini en aldrei að gefa upp á bátinn ást okkar.

KARMA
Karmalögmálið er sérstakt tilvik af orsakalögmálinu, sem segir að allar athafnir líkama, tals og hugar okkar séu orsakir og allar upplifanir okkar séu afleiðingar þeirra. Karmalögmálið útskýrir hvers vegna hver einstaklingur hefur einstakt lunderni, einstaka líkamsgerð og einstakar upplifanir. Þetta eru hinar mismunandi afleiðingar af óteljandi athöfnum sem hver einstaklingur hefur framkvæmt í fortíðinni. Við getum ekki fundið tvær manneskjur sem hafa skapað námkvæmlega sömu sögu af athöfnum í gegnum fyrri líf sín og því getum við ekki fundið tvær manneskjur með nákvæmlega sama hugarástand, samskonar upplifanir eða samskonar líkamsgerð. Hver einstaklingur hefur mismunandi einstaklingskarma. Sumir njóta góðrar heilsu á meðan aðrir eru stöðugt veikir. Sumir eru afar fallegir á meðan aðrir eru mjög ljótir. Sumir hafa glaðlegt lunderni og er auðvelt að gleðja á meðan aðrir hafa erfitt lunderni og gleðjast sjaldan yfir nokkrum hlut. Sumir skilja auðveldlega merkingu andlegra kenninga á meðan öðrum þykir þær erfiðar og illskiljanlegar.
Karma merkir ´athöfn´ og vísar tl athafna líkama, tals og hugar okkar. Hver athöfn sem við framkvæmum skilur eftir sig far eða möguleika á hinum afar hárfína huga okkar og hvert far gefur að lokum ris til sinnar eigin afleiðingar. Hugur okkar er eins og akur og að framkvæma athafnir er eins og að sá fræjum í þennan akur. Dyggðugar athafnir sá fræjum framtíðar hamingju og ekki-dyggðugar athafnir sá fræjum framtíðar þjáninga. Fræin sem við höfum sáð í fortíðinni eru blundandi þar til nauðsynleg skilyðri fyrir spírun þeirra koma saman. Í sumum tilvikum getur þetta gerst mörgum lífsskeiðum eftir að hin upprunalega athöfn var framkvæmd.
Það er vegna karma okkar eða athafna sem við fæðumst í þennan óhreina, mengaða heim og upplifum svo mikið af erfiðleikum og vandamálum. Athafnir okkar eru óhreinar vegna þess að hugur okkar er mengaður af hinu innra eitri sjálfs-grips. Þetta er grundvallarástæða þess að við upplifum þjáningu. Þjáning er sköpuð af okkar eigin athöfnum eða karma - hún er okkur ekki gefin sem refsing. Við þjáumst því við höfum safnað mörgum ekki-dyggðugum athöfnum í fyrri lífum okkar. Uppspretta þessara ekki-dyggðugu athafna eru okkar eigin hugvillur eins og reiði, festing, og sjálfs-grípandi fáfræði.
Þegar við höfum hreinsað huga okkar af sjálfs-gripi og öllum öðrum hugvillum verða allar athafnir okkar náttúrulega hreinar. Afleiðingar af hreinum athöfnum okkar eða hreina karma eru að allt sem við upplifum mun vera hreint. Við munum hvíla í hreinum heimi, með hreinan líkama, njótum hreinna unaðssemda og vera umkringd af hreinum verum. Það verður ekki hinn minnsti vottur af þjáningu, óhreinindum eða vandamálum. Þetta er leiðin til að finna sanna hamingju innan okkar eigin hugar.
Hvað er endanlegur sannleikur? Endanlegur sannleikur er hvernig hlutir eru í rauninni. Það er hvernig hlutir eru til andstætt því hvernig þeir birtast. Við trúum því náttúrulega að hlutirnir sem við sjáum í kringum okkur svo sem borð, stólar og hús séu endanlegir sannleikar vegna þess að við trúum því að þeir séu til á nákvæmlega sama hátt og þeir birtast. Hins vegar er það hvernig hlutir birtast skynfærum okkar blekkjandi og í algerri mótsögn við það hvernig þeir eru til í rauninni. Hlutir virðast vera til frá sinni eigin hlið, án þess að velta á huga okkar. Þessi bók til dæmis virðist hafa sína eigin sjálfstæðu og hlutlausu tilvist. Hún virðist vera ´úti´ á meðan hugur okkar virðist vera ´inni´. Okkur finnst að bókin geti verið til án hugar okkar; okkur finnst ekki að hugur okkar sé þátttakandi í að færa bókinni tilvist. Þessi háttur á tilvist óháð huga okkar er ýmist kallaður ´sönn tilvist´ , ´innbyggð tilvist´ , ´tilvist frá sinni eigin hlið´ og tilvist frá hlið hlutarins.
Þó að hlutir birtast skynfærum okkar beinlínis sem sannanlega eða innbyggt til skortir í rauninni öll fyrirbæri, eða eru tóm af sannri tilvist. Þessi bók, vinir okkar, við sjálf og allur alheimurinn eru í raunveruleikanum aðeins birting hugans, eins og hlutir sem sjást í draumi. Ef okkur dreymir fíl birtist fíllinn skýrlega með öllum smáatriðum - við sjáum hann, heyrum í honum, finnum lyktina og getum snert hann - en þegar við vöknum skiljum við að þetta var aðeins birting hugans. Við undrum okkur ekki á því hvar fíllinn sé nú, vegna þess að við skiljum að hann var einfaldlega vörpun huga okkar og hefur enga tilvist utan hugans. Þegar draumvitundin sem hugtók fílinn hætti, fór fíllinn ekki eitthvert - hann hvarf einfaldlega, því hann var aðeins birting hugans og hafði ekki tilvist aðskilda huganum. Búdda sagði að það sama ætti við um öll fyrirbæri; þau eru aðeins birting hugans, algerlega háð huganum sem upplifir þau.
Heimurinn sem við upplifum þegar við erum vakandi og heimurinn sem við upplifum þegar okkur dreymir eru mjög líkir, því báðir eru birtingar hugans sem rísa upp af karma okkar. Ef við viljum segja að draumaheimurinn sé falskur verðum við einnig að segja að vökuheimurinn sé falskur og ef við viljum segja að vökuheimurinn sé sannur verðum við einnig að segja að draumaheimurinn sé sannur. Eini munurinn á þeim er sá að draumaheimurinn er birting hins hárfína draumhuga á móts við að vökuheimurinn er birting hins grófa vökuhuga. Draumaheimurinn er til aðeins svo lengi sem draumvitundin sem hann birtist er til og vökuheimurinn er til aðeins svo lengi sem vökuvitundin sem hann birtist er til. Þegar við deyjum leysast hinir grófu vökuhugar inn í hinn afar hárfína huga okkar og heimurinn sem við upplifðum þegar við vorum á lífi einfaldlega hverfur. Heimurinn eins og aðrir skynja hann mun halda áfram en okkar persónulegi heimur mun hverfa eins algerlega og óafturkræfanlega og heimur síðustu draumanætur.
Búdda sagði að öll fyrirbæri væru eins og tálsýnir. Það eru margar mismunandi gerðir tálsýna, eins og hillingar, regnbogar eða ofskynjanir af völdum lyfja. Til forna voru töframenn sem lögðu álög á áhorfendur sínar sem olli því að þeir sáu hluti eins og viðarbút sem eitthvað annað eins og til dæmis tígrisdýr. Þeir sem voru blekktir af álögunum sáu það sem virtist vera raunverulegt tígrisdýr og urðu óttaslegnir en þeir sem komu eftir að álögin voru lögð á sáu einfaldlega viðarbút. Það sem allar tálsýnir eiga sameigjnlegt er að hvernig þær birtast fer ekki saman við hvernig þær eru til. Búdda líkti öllum fyrirbærum við tálsýnir vegna þess að fyrir mátt fara sjálfs-grípandi fáfræði sem hafa safnast síðan upphafslaus tími, hvað sem birtist huga okkar birtist náttúrulega sem sannanlega til og við ósjálfrátt föllumst á þessa birtingu, en í rauninni er allt algerlega tómt af sannri tilvist. Eins og hilling sem virðist vera vatn en er í rauninni ekki vatn, birtast hlutir með blekkjandi hætti. Við skiljum ekki sanna náttúru þeirra og blekkjumst við af birtingum og grípum í bækur og borð, líkama og heima sem sannanlega til. Afleiðingarnar af því að grípa í fyrirbæri með þessum hætti er að við þróum sjálfs-elsku, festingu, hatur, afbrýðissemi og aðrar hugvillur, hugur okkar er í uppnámi og ójafnvægi og innri friður okkar eyðilegst. Við erum líkt og ferðalangar í eyðimörk sem keyra sig út með því að hlaupa á eftir hillingum eða eins og einhver sem gengur niður götu að næturlagi og ruglast á skuggum trjánna og glæpamönnum eða villidýrum sem bíða færis til árásar.

Þar til nú höfum við elskað okkur sjálf meir en alla aðra og svo lengi sem við höldum því áfram mun þjáning okkar aldrei taka enda. Ef við hins vegar lærum að elska allar aðrar verur meir en okkur sjálf munum við skjótt njóta sælu búddadóms. Leiðin til uppljómunar er í raun afar einföld - allt sem við þurfum að gera er að hætta að elska okkur sjálf og læra að elska aðra. Allar aðrar andlegar skilningsupplifanir munu náttúrulega koma í kjölfarið.
Innbyggt viðhorf okkar er að við séum mikilvægari en allir aðrir, andstætt viðhorfi uppljómaðra vera sem er að aðrir séu mikilvægari. Hvort þessara viðhorfa er gagnlegra? Í lífi eftir líf, síðan upphafslaus tími, höfum við verið þrælar sjálfselsku hugar okkar. Við höfum treyst honum algerlega og hlýtt hverri skipun, trúandi því að leiðin til að leysa vandamál okkar og að öðlast hamingju sé að setja okkur fram fyrir alla aðra. Við höfum unnið sleitulaust í svo langan tíma í okkar eigin þágu en hvað getum við sýnt eftir allt erfiðið? Höfum við leyst öll okkar vandamál og fundið þá varandi hamingju sem við þráum? Nei. Það er ljóst að það að vinna að okkar eigingjörnu hagsmunum hefur blekkt okkur. Eftir að hafa látið eftir okkur sjálfselsku í svo mörgum lífum þá er nú tími til að skilja að það einfaldlega virkar ekki. Núna er tími til að skipta um viðfang ástar okkar frá okkur sjálfum til allra lifandi vera.
Bodhisattvi Geshe Langri Tangpa og óteljandi aðrar uppljómaðar verur uppgötvuðu að með því að yfirgefa sjálfselsku og elska aðeins aðra upplifðu þær sannan frið og hamingju. Ef við iðkum þessar aðferðir sem þær kenndu er engin ástæða fyrir því að við ættum ekki að geta það sama. Við getum ekki búist við því að breyta huga okkar á einni nóttu en með því að iðka leiðbeiningarnar í Átta versum af þolinmæði og staðfestu á meðan við einnig söfnum gæfu, hreinsum neikvæðni og þiggjum blessanir getum við smám saman sett í stað okkar venjulegu sjálfselsku viðhorfa hin æðstu viðhorf að elska allar lifandi verur.
Til að takast þetta þurfum við ekki að breyta lífsstíl okkar en við þurfum að breyta viðhorfum okkar og ætlunum. Okkar venjulega viðhorf er að við séum miðja alheimsins og að annað fólk og hlutir fái merkingu fyrst og fremst út frá því hvernig þau hafa áhrif á okkar. Bíllinn okkar til dæmis er mikilvægur einfaldlega vegna þess að hann er okkar og vinir okkar eru mikilvægir vegna þess að þeir gera okkur hamingjusöm. Ókunnugir á hinn bóginn virðast ekki svo mikilvægir vegna þess að þeir hafa ekki bein áhrif á hamingju okkar og ef bíl ókunnugs er stolið eða hann skemmdur kemur það ekki við okkur. Eins og við munum sjá í seinni köflum er þetta sjálfsmiðaða viðhorf til heimsins byggt á fávísi og er ekki í samræmi við raunveruleikann. Þetta viðhorf er uppspretta allra okkar venjulega og eigingjörnu ætlanna. Það er nákvæmlega vegna þess að við hugsum ´ég er mikilvægur, ég þarf þetta, ég verðskulda þetta´ sem við framkvæmum neikvæðar athafnir sem leiða af sér endalausan straum vandamála fyrir okkur sjálf og aðra.
Með því að iðka leiðbeiningarnar sem finnast í Átta Versum getum við þróað raunsætt viðhorf til heimsins sem byggir á skilningi á jafnrétti og hvernig allar lifandi verur eru háðar hver annarri. Þegar við lítum á hverja eina og einustu lifandi veru sem mikilvæga munum við náttúrulega þróa góða ætlun gagnvart þeim. Andstætt því að sá hugur sem elskar aðeins okkur sjálf er undirstaða allra óhreinna samsarísku upplifanna er hugurinn sem elskar aðra undirstaða allra góða eiginleika uppljómunar.
Að elska aðra er ekki svo erfitt - allt sem við þurfum að gera er að skilja hvers vegna við ættum að elska aðra og að taka þá staðfasta ákvörðun um að gera það. Með því að hugleiða á þessa ákvörðun munum við þróa djúa og kraftmikla tilfinningu ástar til annarra. Við flytjum svo þessa sérstöku tilfinningu inn í daglegt líf okkar.
Það eru tvær meginástæður þess að við þurfum að elska allar lifandi verur. Sú fyrri er að þær hafa sýnt okkur geysimikla góðvild og sú seinni er að það að elska þær hefur gríðarmikla kosti. Þær verða nú útskýrðar.

Góðmennska annarra
Allar lifandi verur verðskulda að vera elskaðar vegna þeirrar gríðarmiklu góðmennsku sem þær hafa sýnt okkur. Öll okkar tímabundna og algilda hamingja rís vegna góðmennsku þeirra. Jafnvel líkami okkar er afleiðing af góðmennsku annarra. Við komum ekki með hann með okkur úr fyrri lífum - hann þróaðist úr sameiningu sæðis föður okkar og eggi móður okkar. Eftir að við vorum getin leyfði móðir okkar okkur góðfúslega að vera í kviði sínum, nærði líkama okkar með blóði sínu og hlýju, lagði á sig mikil óþægindi og að lokum gekk hún í gegnum hina sársaukafullu raun barnsfæðingar í okkar þágu. Við komum í þennan heim nakin og tómhent og okkur var um leið gefið heimili, matur, föt og allt annað sem við þörfnuðumst. Á meðan við vorum hjálparlaust barn verndaði móðir okkar okkur gegn hættu, fæddi okkur, þreif og elskaði. Án góðmennsku hennar værum við ekki á lífi í dag.
Með því að fá stöðugt mat, drykk og umönnun óx líkami okkar smám saman úr örsmáum hjálparvana líkama ungbarns í þann líkama sem við nú höfum. Allri þessari næringu var beint eða óbeint séð fyrir af óteljandi lifandi verum. Hver fruma líkama okkar er því afleiðing af góðmennsku annarra. Jafnvel þeir sem hafa aldrei þekkt móður sína hafa þegið næringu og umönnun frá öðru fólki. Aðeins sú staðreynd að við erum á lífi í dag er vitnisburður um hina miklu góðmennsku annarra.
Það er vegna þess að við höfum núverandi líkama með mannlegum eiginleikum sem okkur er fært að njóta ánægju og tækifæra mannlegs lífs. Jafnvel einfaldar ánægjurstundir eins og að fara í göngutúr eða að horfa á fagurt sólsetur er hægt að sjá sem afleiðingu af góðmennsku óteljandi lifandi vera. Færni okkar og geta koma frá góðmennsku annarra; það þurfti að kenna okkur hvernig ætti að borða, ganga, tala og að skrifa og lesa. Jafnvel tungumálið sem við tölum er ekki okkar eigin uppfinning heldur afrakstur margra kynslóða. Án þess gætum við ekki átt samskipti við aðra né deilt hugmyndum þeirra. Við gætum ekki lesið þessa bók, lært Dharma eða jafnvel hugsað skýrlega. Allur sá aðbúnaður sem við lítum á sem sjálfsagðan eins og hús, bíla, vegi, búðir, skóla, sjúkrahús og bíó eru til einvörðungu vegna góðmennsku annarra. Þegar við ferðumst með rútu eða bíl tökum við götunum sem sjálfsögðum en margt fólk vann hörðum höndum að því að leggja þær og gera þær öruggar fyrir notkun okkar.
Sú staðreynd að sumt af því fólki sem hjálpar okkur hefur enga ætlun um að gera svo kemur málinu ekki við. Við njótum góðs af athöfnum þeirra svo frá okkar sjónarhorni er þetta góðmennska. Frekar en að einblína á hvöt þeirra, sem við hvort sem er vitum ekki, ættum við að einbeita okkur að þeirri hagnýtu gagnsemi sem við njótum. Allir þeir sem stuðla með einhverjum hætti að hamingju okkar og velferð verðskulda þakklæti okkar og virðingu. Ef við yrðum að skila öllu því sem aðrir hafa gefið okkur ættum við ekkert eftir.
Við gætum mótmælt og sagt að okkur séu ekki gefnir hlutir án skilyrða heldur þurfum við að vinna fyrir þeim. Þegar við verslu,m þurfum við að borga og þegar við borðum á veitingahúsi þurfum við að borga. Við gætum haft bíl til umráða en við þurftum að kaupa bílinn og núna þurfum við að borga fyrir bensín, skatt og tryggingu. Engin gefur okkur nokkurn hlut ókeypis. En hvaðan fáum við þennan pening? Það er satt að yfirleitt þurfum við að vinna fyrir peningum okkar en það eru aðrir sem ráða okkur í vinnu eða kaupa vöru af okkur og þannig óbeint eru það þeir sem skaffa okkur peninga. Ennfremur þá er ástæða þess að við erum fær um að sinna tilteknu starfi sú að við höfum fengið nauðsynlega þjálfun eða menntun frá öðru fólki. Hvert sem við lítum finnum við aðeins góðmennsku annarra. Við erum öll tengd innbyrðis í vef góðmennsku sem er ómögulegt er að skilja sig frá. Allt sem við höfum og allt sem við njótum, þar með talið okkar eigið líf, kemur vegna góðmennsku annarra. Í raun hefur öll sú hamingja sem fyrirfinnst í heiminum risið af góðmennsku annarra.
Andleg þróun okkar og hin hreina hamingja uppljómunar velta einnig á góðmennsku lifandi vera. Búddamiðstöðvar, Dharma bækur og hugleiðslunámskeið spretta ekki úr loftinu einu saman heldur eru afrakstur mikillar vinnu og tileinkunar margra. Tækifæri okkar til lestrar, íhugunar og hugleiðslu á kennslur Búdda velta algerlega á góðmennsku annarra. Ennfremur eins og útskýrt verður síðar, án lifandi vera til að gefa, prófa þolinmæði okkar eða til að þróa kærleika til gætum við aldrei ræktað þá dyggðugu eiginleika sem nauðsynslegir eru til að öðlast uppljómun.
Í stuttu máli þá þurfum við á öðrum að halda fyrir líkamlega, tilfinningalega og andlega velferð okkar. Án annarra erum við ekkert. Sú tilfinning okkar að við séum eyland, sjálfstæður og sjálfbær einstaklingur á ekkert skylt við raunveruleikann. Það er nær sannleikanum að sjá sig sem frumu í hinum gríðarmikla líkama lífsins, aðgreind en um leið nátengd öllum lifandi verum. Við getum ekki lifað án annarra og aðrir verða fyrir áhrifum af öllu því sem við gerum. Sú hugmynd að það sé mögulegt að tryggja okkar eigin velferð á meðan við sinnum ekki velferð annarra, eða jafnvel á kostnað annarra er algerlega óraunsæ.
Með því að íhuga hina óteljandi hætti þar sem aðrir hjálpa okkur ættum við að taka staðfasta ákvörðun : Ég verð að elska allar lifandi verur vegna þess að þær eru mér svo góðar´. Byggt á þessari ákvörðun þróum við tilfinningu ástar - tilfinningu fyrir því að aðrir séu mikilvægir og að hamingja þeirra skipti máli. Við reynum að blanda huga okkar einpunkta við þessa tilfinningu og viðhalda henni eins lengi og við getum án þess að gleyma henni. Þegar við rísum upp af hugleiðslu reynum við að viðhalda þessum huga ástar svo að hvenær sem við hittum eða munum eftir einhverjum hugsum við náttúrulega ; ´þessi manneskja er mikilvæg, hamingja þessarar manneskju skiptir máli.´ Með þessum hætti getum við gert ást til allra lifandi vera að okkar meginiðkun.
Kostir þes að elska aðra
Önnur ástæða fyrir því að elska aðra er sú að það er besta aðferðin til að leysa bæði okkar eigin vandamál og annarra. Vandamál, áhyggjur, sársauki og óhamingja eru gerðir huga; þetta eru tilfinningar sem eru ekki til utan hugans. Ef við elskum alla sem við hittum eða hugsum um er engin grundvöllur fyrir afbrýðissemi, reiði eða aðrar skaðlegar hugsanir og hugur okkar verður friðsæll öllum stundum. Afbrýðissemi er til dæmis hugarástand sem getur ekki afborið góða gæfu annarra, en ef við elskum einhvern hvernig getur þá góð gæfa hans raskað hugarró okkar? Hvernig getum við viljað skaða aðra ef við lítum á hamingju annarra sem afar mikilvæga? Með því að elska allar lifandi verur af einlægni getum við ávallt framkvæmt af ástúðlegri góðvild á vinsamlegan og tillitsaman hátt og þær munu endurgjalda góðmennsku okkar. Aðrir munu ekki haga sér fjandsamlega gagnvart okkur og það verður enginn grundvöllur fyrir árekstra eða deilur. Fólk mun fara að líka vel við okkur og sambönd okkar verða stöðug og fullnægjandi.
Að elska aðra verndar okkur einnig gegn vandamálum sem upp koma vegna girndarfestingar. Við þróum oft sterka festingu við aðra manneskju sem við teljum að muni hjálpa okkur við að yfirstíga einmannaleika okkar með því að færa okkur þægindi, öryggi eða þá spennu sem við þráum. Ef við hins vegar höfum huga ástar gagnvart öllum þá erum við ekki einmanna. Í stað þess að hanga í öðrum til að uppfylla þrár okkar munum við vilja hjálpa þeim að uppfylla sínar þarfir og óskir. Að elska allar lifandi verur leysir öll okkar vandamál vegna þess að öll vandamál okkar koma frá sjálfselskuhuga okkar. Ef maki okkar til dæmis myndi yfirgefa okkur fyrir einhvern annan færum við líklega í mikið uppnám, en ef við sannanlega elskuðum hann myndum við vilja að hann væri hamingjusamur og mundum samfagna honum í hamingju sinni. Það yrði enginn grundvöllur fyrir okkur að upplifa afbrýðissemi eða verða þunglynd svo þó að okkur þætti aðstæðurnar ögrandi væru þær ekki vandamál fyrir okkur. Að elska aðra er hin æðsta vernd gegn þjáningum og vandamálum og gerir okkur mögulegt að vera ávallt róleg og friðsæl.
Að elska nágranna okkar og fólkið í nánasta umhverfi mun náttúrulega leiða til samhljóms í bæjarlaginu og samfélaginu í heild sinni og það mun gera alla hamingjusamari. Við erum kannski ekki þekktur eða valdamikill einstaklingur en ef við elskum einlæglega alla sem við hittum getum við lagt gríðarmikið af mörkum til samfélagsins. Þetta gildir jafnt um þá sem afneita gildi trúarbragða. Það er sumt fólk sem trúir ekki á fyrri og seinni líf eða á heilagar verur en reyir samt sem áður að gefa upp á bátinn eigingirni og vinna í þágu annarra. Þetta er mjög jákvætt viðhorf sem hefur góðar afleiðingar. Ef skólakennari elskar nemendur sína og er laus undan eigingirni munu þeir bera virðingu fyrir honum og læra ekki aðeins viðfangsefnið sem hann kennir heldur einnig þá góðu og aðdáunarverðu eiginleika sem hann sýnir. Slíkur kennari mun náttúrulega hafa jákvæð áhrif á þá sem eru í kringum hann og nærvera hans mun umbreyta öllum skólanum. Það er sagt að til sé töfrakristall sem hefur mátt til að hreinsa hvaða vökva sem hann er settur í. Þeir sem elska allar lifandi verur eru eins og þessi kristall - aðeins með nærveru sinni fjarlægja þeir neikvæðni úr heimnum og gefa til baka ást og góðvild.
Jafnvel þó einhver sé gáfaður og valdamikill ef hann elskar ekki aðra mun hann fyrr eða síðar upplifa vandamál og eiga erfitt með að uppfylla óskir sínar. Ef stjórnandi lands elskar ekki fólk sitt og hefur aðeins hug á sínum eigin hagsmunum verður hann gagnrýndur og honum vantreyst og mun hann að lokum missa stöðu sína. Ef andlegur kennari elskar ekki eða á gott samband við nemendur sínar þá getur kennarinn ekki hjálpað nemendum sínum og þeir munu ekki öðlast skilningsupplifanir.
Í Guide to the bodhisattva´s Way of Life segir Indverski búddameistarinn Shantideva að ef vinnuveitandi hefur aðeins áhuga á sínum eigin hagsmunum og lítur ekki eftir hagsmunum starfsmanna sinna verði starfsmennirnir óhamingjusamir. Þeir munu líklega vinna með litlum afköstum og munu örugglega ekki vera of áhugasamir um að uppfylla óskir vinnuveitanda síns. Því mun vinnuveitandinn þjást vegna síns eigin skorts á tillitsemi gagnvart starfsmönnum sínum. Svipað er ef starfsmennirnir hafa einvörðungu áhuga á hvað þeir geta náð út úr fyrirtækinu, þetta mun reita vinnuveitandann til reiði sem gæti lækkað laun þeirra eða beðið þá um að hætta. Fyrirtækið gæti jafnvel farið á hausinn og þannig orðið til þess að allir misstu vinnuna. Með þessum hætti þjást starfsmennirnir undan skorti sínum á tillitsemi við vinnuveitanda sinn. Á hvaða sviði sem er er besta leiðin til að tryggja velgengni að þeir sem eiga hlut að máli dragi úr sjálfselsku sinni og auki tillitsemi við aðra. Það gæti stundum virst stundarhagsmunir fólgnir í sjálfselsku en ef til lengri tíma er litið leiðir hún ávallt aðeins til vandræða. Lausn á öllum vandamálum dagslegs lífs er að elska aðra.
Öll sú þjáning sem við upplifum er afleiðing af neikvæðu karma og uppspretta alls neikvæðs karma er sjálfselska. Það er vegna þess að við höfum svo ýkta tilfinningu fyrir okkar eigin mikilvægi að við hunsum óskir annarra til að uppfylla okkar eigin. Drifin áfram af okkar eigingjörnu óskum finnst okkur ekkert að því að eyðileggja hugarró annarra og valda þeim áhyggjum. Slíkar athafnir sá aðeins fræjum framtíðarþjáninga. Ef við af einlægni elskum aðra munum við ekki hafa nokkra ósk um að meiða þá og munum hætta að framkvæma eyðileggjandi og særandi athafnir. Við munum náttúrulega framfylgja hreinum siðaaga og halda aftur af drápi eða grimmd gagnvart öðrum lifandi verum, þjófnaði frá þeim eða að spilla samböndum þeirra. Í kjölfarið munum við ekki þurfa að upplifa þær óþægilegu afleiðingar af þessum neikvæðu athöfnum í framtíðinni. Með þessu móti verndar það okkar að elska aðra gegn öllum framtíðarvandamálum sem eru afleiðingar neikvæðs karma.
Með því að elska aðra söfnum við stöðugt gæfu og gæfa er meginorsök velgengni í öllu athæfi okkar. Ef við elskum aðrar lifandi verur munum við náttúrulega framkvæma margar dyggðugar og hjálpsamar athafnir. Smám saman verða allar athafnir líkama, tals og hugar okkar hreinar og gagnlegar og við munum verða uppspretta hamingju og innblásturs fyrir hvern þann sem við hittum. Við munum uppgötva í gegnum eigin reynslu að þessi dýrmæti hugur ástar er raunverulegur óskaskeinn því hann uppfyllir hinar hreinu óskir okkar sjálfra sem og allra lifandi vera.
Hugurinn sem elskar aðra er hið æðsta kærleikshjarta. Að hafa slíkt kærleikshjarta mun einungis leiða af sér hamingju fyrir okkur sjálf og alla þá sem eru í kringum okkur. Þetta kærleikshjarta er meginþáttur Mahayana leiðarinnar og megin orsök hins stórbrotna kærleika, óskinnar um að vernda allar lifandi verur gegn ótta og þjáningu. Með því að bæta hinn stórbrotna kærleika okkar munum við að lokum ná hinum algilda kærleika Búdda sem hefur raunverulegan mátt til að vernda allar lifandi verur gegn þjáningu. Með þessu móti leiðir það að elska aðra okkur til Búddadóms. Það er vegna þessa sem Geshe Langri Tangpa byrjar Átta Vers á bæninni um að elska allar lifandi verur til að ná hinu algera og æðsta markmiði fullrar uppljómunar.
Með því að íhuga alla kosti þess að elska aðra komumst við að þessari ákvörðun:

Ég mun elska allar lifandi verur án undantekningar vegna þess að þessi dýrmæti hugur ástar er hin æðsta aðferð til að leysa öll vandamál og uppfylla allar óskir. Að lokum mun það gefa mér hina æðstu hamingju uppljómunar.
Við hugleiðum á þessa ákvörðun einpunkta eins lengi og mögulegt er og þróum sterka tilfinningu fyrir að elska hverja eina og einustu lifandi veru. Þegar við rísum upp af hugleiðslu reynum við að viðhalda þessari tilfinningu og iðka ásetning okkar. Hvenær sem við erum með öðru fólki ættum við að vera stöðugt minnug þess að hamingja þeirra og óskir eru í það minnsta jafnmikilvægar og okkar eigin. Að sjálfsögðu getum við ekki elskað allar lifandi verur samstundis en með því að þjálfa hugann í þessu viðhorfi, byrjum á fjölskyldu og vinum, getum við smám saman víkkað svið ástar okkar þar til að lokum það umlykur allar lifandi verur. Þegar við elskum allar lifandi verur einlæglega með þessum hætti erum við ekki lengur venjulegar verur heldur erum orðin mikil vera, eins og

Að sjá allar lifandi verur sem óviðjafnanlegar
Bodhisattvi Geshe Langri Tangpa bað:
Og með flekklausri ætlan
Megi ég elska aðra sem óðviðjafnanlega
Ef við viljum öðlast uppljómun eða þróa hið æðsta bodhichitta sem kemur frá því að skipti á sjálfi við aðra þurfum við vissulega að tileinka okkur viðhorfið að aðrir séu dýrmætari en við sjálf. Þetta viðhorf er byggt á visku og leiðir okkur til endanlegs markmiðs okkar andstætt því að viðhorfið sem lítur á okkur sjálf sem dýrmætari en aðra er byggt á sjálfsgrípandi fávísi og leiðir okkur eftir leiðum samsara.
Hvað merkir það nákvæmlega að segja að eitthvað sé dýrmætt? Ef við værum spurð hvort væri dýrmætara, demantur eða bein, myndum við segja demantur. Það er vegna þess að demanturinn kemur okkur að meira gagni. Hins vegar er bein dýrmætara fyrir hund vegna þess að hann getur étið beinið en getur ekkert gert við demantinn. Þetta bendir til að dýrmæti hlutar sé ekki innbyggður eiginleiki heldur velti á þörfum og óskum einstaklings sem aftur veltur á karma hans. Fyrir einhvern sem hefur þá megin ósk að öðlast hinar andlegu skilningsupplifanir á ást, kærleika, bodhichitta og æðri uppljómun eru lifandi verur dýrmætari en alheimur fullur af demöntum eða jafnvel af óskasteinum. Hvers vegna? Vegna þess að lifandi verur hjálpa þessum einstaklingi að þróa ást og kærleika til að uppfylla ósk þeirra um uppljómun sem er eitthvað sem heill alheimur fullur af dýrgripum gæti aldrei gert.
Enginn vill vera venjuleg, fávís vera að eilífu; í rauninni höfum við öll ósk um að betrumbæta okkur og ná hærra og hærra ástandi. Hæst allra ástanda og meginvegurinn sem leiðir til uppljómunar er skilningsupplifunin á ást, kærleika, bodhichitta og iðkunin á hinum sex fullkomnunum. Við getum aðeins þróað þessa eiginleika vegna annarra lifandi vera. Hvernig getum við lært að elska án þess að hafa einhvern til að elska? Hvernig getum við iðkað það að gefa ef við höfum engan til að gefa eða þolinmæði án þess að hafa einhvern sem pirrar okkur? Hvenær sem við sjáum aðrar lifandi verur getum við aukið andlega eiginleika okkar eins og ást og kærleika og með þessum hætti drögum við nær uppljómun og uppfyllingu á okkar dýpstu óskum. Hversu góðar lifandi verur eru að vera viðföng ástar okkar og kærleika. Hve dýrmætar þær eru!
Þegar Atisha var í Tíbet hafði hann indverskan aðstoðarmann sem var alltaf að gagnrýna hann. Þegar Tíbetarnir spurðu hann hvers vegna hann héldi þessum aðstoðarmanni þegar svo margir trúhollir Tíbetar yrðu meira en glaðir að fá að þjóna honum, svaraði Atisha : “ Án þessa manns væri enginn sem ég gæti iðkað þolinmæði mína á. Ég þarfnast hans!” Atisha skildi að eina leiðin til að uppfylla sína dýpstu ósk um að gagnast öllum lifandi verum var að öðlast uppljómun og til að takast það yrði hann að þjálfa þolinmæði sína. Fyrir Atisha var þessi skapstirði aðstoðarmaður dýrmætari en nokkur eign, lof eða önnur veraldleg gæði.
Andlegar skilningsupplifanir okkar eru innri auður okkar því þær hjálpa okkur í öllum aðstæðum og eru eina eignin sem við getum tekið með okkur þegar við deyjum. Þegar við höfum skilið gildi innri auðs þolinmæði, gjafmildi, ástar og kærleika sem æðri ytri kringumstæðum munum við fara að sjá hverja eina og einustu lifandi veru sem óviðjafnanlega dýrmæta, óháð því hvernig þær koma fram við okkur. Þetta mun gera okkur auðvelt að elska þær.

Í hugleiðslulotu okkar íhugum við rökin sem hér var farið í gegnum þar til við komumst að eftirfarandi niðurstöðu:
Skyni gæddar verur eru ákaflega dýrmætar vegna þess að án þeirra gæti ég ekki safnað innra auði andlegara skilningsupplifanna sem munu að lokum færa mér hina algeru hamingju fullrar uppljómunar. Þar sem að án þessa innri auðs verð ég að dvelja í samsara að eilífu mun ég ávallt líta á skyni gæddar verur sem óviðjafnanlega mikilvægar.
Við hugleiðum einpunkta á þessa ákvörðun eins lengi og mögulegt er. Þegar við rísum úr hugleiðslunni reynum við ávallt að viðhalda þessari ákvörðun og berum kennsl á hversu mikið við þörfnumst allra lifandi vera fyrir andlega iðkun okkar. Með því að viðhalda þessari viðurkenningu munu innri vandamál okkar vegna reiði, festingar , afbrýðissemi o.s.frv. hjaðna og við munum náttúrulega elska aðra. Við ættum sérstaklega að muna hvenær sem fólk hindrar okkur í að uppfylla óskir okkar eða gagnrýnir okkur að við þörfnumst þeirra til að þróa þær andlegu skilningsupplifanir sem eru raunverulega þýðing mannlífs okkar. Ef allir kæmu fram við okkur af þeirri góðmennsku og virðingu sem sjálfselsku hugur okkar finnst við verðskulda myndi það aðeins styrkja hugvillur okkar og ganga á gæfu okkar. Ímyndið ykkur hvernig það væri ef við fengjum alltaf það sem við vildum! Við yrðum eins og frekur krakki sem heldur að heimurinn snúist í kringum sig og er óvinsæll hjá öllum. Í rauninni þörfnumst við öll einhvers eins og aðstoðarmanns Atisha því þannig fólk veitir okkur tækifæri til að útrýma sjálfselsku okkar og þjálfa hugann og gert þannig líf okkar sannanlega tilgangsríkt.
Þar sem þessi rök eru alger andstaða okkar venjulega þankagangs þurfum við að íhuga þau afar vandlega þar til við erum sannfærð um að allar skynverur séu í raun dýrmætari en nokkur veraldleg gæði. Í rauninni eru Búddar og skynverur jafn dýrmætar - Búddar vegna þess að þeir afhjúa leiðina til uppljómunar og skynverur því þær fúnkera sem viðfang þeirra dyggðuga huga sem við þörfnumst til að öðlast uppljómun. Vegna þess að góðmennska þeirra að gera okkur kleift að öðlast hið æðsta takmark okkar, uppljómun, er jöfn, ættu við að líta á Búdda og skynverur sem jafn mikilvæga og dýrmæta. Eins og Shantideva sagði í Guide to the Bodhisattvas way of life:

Að ná hinu æðsta markmiði uppljómunar
Veltur jafnt á skynverum og Búdda;
Og hvers vegna virðum við þá ekki skynverur
Á sama hátt og við virðum Búdda
Lifandi verur hafa enga galla
Við gætum mótmælt og sagt að þó að það sé satt að við treystum á skynverur sem viðfang þolinmæði okkar, kærleika og svo framvegis þá er samt ómögulegt að sjá þær sem dýrmætar því þær hafa svo marga galla. Hvernig getum við séð einhvern sem dýrmætan sem hefur huga sem er uppfullur af festingu, reiði og fávísi? Svarið við þessari mótbáru er nokkuð djúpstætt. Þó að hugir skynvera séu fullir af hugvillum eru skynverur sjálfar ekki gallaðar. Við segjum að sjór sé saltur en í raun er það saltið sem gerir sjóinn saltan, ekki sjálft vatnið. Hið rétta bragð vatnsins er ekki salt. Með svipuðum hætti eru allir gallar sem við sjáum í fólki í rauninni gallar hugvillna þeirra en ekki fólksins sjálfs. Búddar sjá að hugvillur hafa marga galla en þeir sjá aldrei fólk sem gallað vegna þess að þeir aðgreina fólk og hugvillur þeirra. Ef einhver er reiður hugsum við ´Hann er vondur eða reiður einstaklingur´ , á meðan Búddar hugsa ´ hann er vera sem þjáist og er haldinn hinum innra sjúkdómi reiði.´ Ef vinur okkar þjáðist af krabbameini myndum við ekki áfellast hann fyrir líkamlegan sjúkdóm sinn og með sama hætti ef einhver þjáist af reiði eða festingu ættum við ekki að áfellast hann fyrir sjúkdóm hugar hans.
Hugvillur eru óvinir skynvera og rétt eins og við kennum ekki fórnarlambi um galla árásarmanns síns því ættum við að kenna skynverum um galla innri óvina sinna? Þegar einhver er yfirbugaður tímabundið af innri óvini reiði er óviðeigandi að áfellast hann vegna þess að hann og reiðin í huga hans eru tvö aðskild fyrirbæri. Rétt eins og galli míkrafóns er ekki bókar og galli bolla er ekki teketils svo eru gallar hugvillna ekki einstaklings. Einu viðeigandi viðbrögðin gagnvart þeim sem eru drifnir áfram af hugvillum sínum til að skaða aðra er kærleikur. Stundum er nauðsynlegt að hefta þá sem haga sér afar illa, bæði þeirra vegna sem og til að vernda annað fólk en það er aldrei viðeigandi að áfellast þá eða verða reiður gagnvart þeim.
Við vísum venjulega til líkama okkar og huga sem ´líkami minn´ og ´hugur minn´ á svipaðan hátt og við tölum um eigur okkar. Þetta gefur til kynna að þeir séu ólíkir ég -inu. Líkaminn og hugurinn eru undirstaðan sem við setjum ég-ið á, ekki sjálft ég-ið. Hugvillur eru einkenni á huga einstaklings ekki einstaklingsins. Þar sem við getum aldrei fundið galla í skynverum sjálfum getum við sagt að frá þessu sjónarhorni séu skynverur eins og Búddar.
Rétt eins og við aðgreinum einstakling frá hugvillum sínum getum við einnig minnst þess að hugvillur eru aðeins tímabundnir, utanaðkomandi eiginleikar hugar þess einstaklings og ekki hans sanna eðli. Hugvillur eru afbakaðar vitsmunalegar hugsanir sem rísa upp innan hugans eins og öldur á hafi - og rétt eins og það er mögulegt að öldur lægi án þess að hafið hverfi er einnig mögulegt að hugvillur okkar taki enda án þess að hugarsamfella okkar endi.
Það er vegna þess að Búddar aðgreina hugvillur frá einstaklingum að þeir eru færir um að sjá galla hugvillna án þess að sjá einn galla í nokkurri skynveru. Þarafleiðandi dvínar ást þeirra og kærleikur til skynvera aldrei. Við afturámóti, vegna þess að við gerum ekki þennan greinarmun, erum stöðugt að finna galla hjá öðru fólki en berum ekki kennsl á galla hugvillna, jafnvel þeirra sem eru innan okkar eigin hugar.
Það er bæn sem hljóðar svona:

Þessi galli sem ég sé er ekki galli einstaklingsins
Heldur galli hugvillu.
Þegar ég skil þetta megi ég aldrei sjá galla í öðrum
Heldur sjá alla sem óviðjafnanlega.
Að einblína á galla annarra er uppspretta mestmegnis af neikvæðni okkar og ein helsta hindrun þess að líta á aðra sem óviðjafnanlega dýrmæta. Ef við höfum einlægan áhuga á að þróa ást þurfum við að læra að aðgreina einstakling og hugvillur hans og skilja að það er hugvillurnar sem ber að áfellast fyrir alla þá galla sem við skynjum.
Það gæti virst vera mótsögn á milli þessa og fyrri kafla þar sem okkur var ráðlagt að bera kennsl á okkar eigin galla. Ef við höfum galla þá vissulega hlýtur annað fólk einnig að hafa þá! Að vissu leyti er þetta rétt því skynverur hafa hugvillur í huga sínum og hugvillur eru gallar. Hins vegar er meginatriðið hér ekki hvort frá sinni eigin hlið skynverur hafi galla heldur hvert er gagnlegasta viðhorfið til þeirra. Frá hagnýtu sjónarmiði er okkar megin andlega markmið að fjarlægja hugvillurnar úr huga okkar og að bæta ást okkar til annarra skynvera. Til að ná þessu markmiði er mjög gagnlegt að horfa á manns eigin galla - hugvillur okkar og ekki-dyggðugu athafnir - og afar ógagnlegt að horfa á galla annarra. Það er aðeins þegar við höfum fjarlægt okkar eigin hugvillur og elskum og virðum annað fólk frá dýpstu hjartarrótum að við getum orðið virkilega áhrifarík í að leysa þær undan þjáningjum sínum.
Þegar móðir sér barn sitt taka æðiskast veit hún að barnið hagar sér á slæman hátt en það minnkar ekki ást hennar á því. Þó hún sé ekki blind gagnvart reiðinni í barninu leiðir þetta han ekki til þeirrar niðurstöðu hennar að barnið sé illt eða innbyggt reitt. Með því að aðgreina á milli hugvillunnar og einstaklingsins heldur hún áfram að sjá barnið sem fagurt og uppfullt af möguleikum. Á sama hátt ættum við að líta á allar lifandi verur sem óviðjafnanlega dýrmætar á meðan við skiljum að þær eru þjakaðar af sjúkdómi hugvillna.
Við getum einnig beitt þessum rökum á okkur sjálf og borið kennsl á að gallar okkar eru í raun gallar hugvillna okkar en ekki okkar sjálfra. Þetta kemur í veg fyrir að við samsömum okkur með göllum okkar og fáum samviskubit og finnst við óhæf og það hjálpar okkur að sjá hugvillur okkar á raunsæjan og hagnýtan hátt. Við þurfum að gangast við hugvillum okkar og taka ábyrgð á að yfirstíga þær en til að geta gert þetta með áhrifaríkum hætti þurfum við að fjarlægja okkur frá þeim. Við getum til dæmis hugsað ´Sjálfselska er nú til staðar í huga mínum en hún er ekki ég. Ég get útrýmt henni án þess að útrýma sjálfum mér.´ Með þessum hætti getum við verið algerlega miskunnarlaus gagnvart hugvillum okkar en góð og þolinmóð við okkur sjálf. Við þurfum ekki að áfellast okkur fyrir þær mörgu hugvillur sem við höfum erft úr fyrri lífum okkar en ef við óskum framtíðarsjálfi okkar að upplifa frið og hamingju er það ábyrgð okkar að fjarlægja þessar hugvillur úr huga okkar.
Eins og minnst var á fyrr er ein besta leiðin til að sjá aðra sem dýrmæta að muna eftir góðmennsku þeirra. Enn og aftur gætum við mótmælt ´hvernig getum við séð aðra sem góða á meðan þeir framkvæma svo margar grimmar og skaðlegar athafnir?´ Til að svara þessu þurfum við að skilja að að þegar fólk skaðar aðra er þeim stjórnað af hugvillum sínum. Hugvillur eru eins og sterkt ofskynjunarlyf sem þvingar fólk til að haga sér með hætti sem er í mótsögn við þeirra sanna eðli. Manneskja sem er undir áhrifum hugvillna er ekki með réttu ráði vegna þess að hún er að skapa hræðilegar þjáningar fyrir sjálfa sig og enginn með réttu ráði myndi skapa sjálfum sér þjáningu. Allar hugvillur byggja á því að sjá hluti með röngum hætti. Þegar við sjáum hluti eins og þeir raunverulega eru hverfa hugvillur okkar náttúrulega og dyggðugir hugir birtast eðlilega. Hugir eins og ást og góðmennska eru byggðir á raunveruleikanum og eru birting á okkar sanna eðli. Þess vegna sjáum við handan gallanna þegar við lítum á aðra sem góða og tengjumst hinu hreina eðli þeirra, Búddaeðli.
Búdda líkti Búddaeðli okkar við gullmola í aur því sama hversu ógeðfelldar hugvillur einstaklings geta verið, er raunverulegt eðli þeirra óflekkað eins og hreint gull. Í hjarta jafnvel hins grimmasta og úrkynkjaðasta einstaklings er möguleikinn á ótakmarkaðri ást, kærleika og visku. Ólíkt fræjum hugvillna okkar sem mögulegt er að eyðileggja er þessi möguleiki algerlega óforgengilegur og er hin hreina innsta náttúra hverrar lifandi veru. Hvenær sem við hittum annað fólk, í stað þess að einbeita okkur að hug