Hæhæ og hóhó.

Ég veit að það eru ekki margir karlmenn sem skrifa um þessi mál hérna.
En ég er með vandamál sem hvílir “ÞUNGT” á mér ég er 177-178cm og er um 100kg ég hef bætt á mig á síðasta ári eða svo um 20-25 kílóum. Ég og unnusta mín erum búin að eignast saman 2 börn og það 3 á leiðinni. Ég er búinn að reyna Herbalife og EKKI EINU SINNI REYNA AÐ SELJA MÉR ÞAÐ ÉG VIL EKKI SJÁ ÞAÐ.
Mig bráðvantar hjálp ég lennti í bílslysi og gat lítið hreyft mig en er að komast hægt og rólega á ról aftur.
Hvað er það sem virkar best ég borða allt of mikið og oft og þó svo að ég segi við sjálfan mig að taka mig á þá áður en ég veit af er ég ´búinn að kaupa mér kók og einhvað með því og fer svo á bömmer yfir því á eftir.
Ég veit að það eru ekki til neinar töfralausnir en ég er búinn að starfa sem þjónn og er of góðu vanur og hef lítið haft fyrir því áður að halda mér í formi með bara þeirri vinnu sem ég stundaði þar sem í þ´jóninum labbaði maður þvílíkar vegalengdir.
Ef það er einhvað sem virkar annað einhverjar rándýrar EAS og Herbojunck sem virkar þá væri ég vel til í að heyra þær hugmyndir.
Þetta er að valda mér þvílíkum vandamálum bæði hjá mér og í sambandi mínu.

SOS

Sothinn.