Hlutverk svefns hefur um langan tíma vakið athygli hjá manninum.
Margvíslegar spurnignar hafa komið upp og ekki er hægt að svara þeim öllum…!

Í grískri goðafræði er tala um guðinum Hypnos, sem fór að fólki og svæfði það með því að blaka vængjunum og hann jós svefni úr horni því sem hann hafði meðferðis.

Lengi hefur verið trúað og er enn gert, að náin tengsl séu á milli dauða og svefns, það sem eðlismunurinn er enginn nema að maður andar í svefni og hjartað slær en það gerir það auðvitað ekki í dánum manni.

Grískir spekingar á 5. og 6. öld fyrir krist töldu að svefninn endurspeglaði óvirkt ástand líkamans, þar sem skynjun væri skert eða óvirkt, með öðrum orðum að heilinn sofnaði ef hann fengi ekki nægilega örvun.

Ýmsar fleiri kenningar voru um svefninn, en segja má að kjarni flestra þessara kenninga sé sá að annaðhvort tilfærsla blóðs frá ytri hluta til innsta kjarna líkamans eða kæling blóðsins setji af stað svefninn. Miðað við hugmyndirnar sem eru í dag um svefninn má segja að þessir menn hafa verið frekar framsýnir.

Almennt er talið nú að svefninn hafi að minnst kosti 3 tilganga :

a) Endurnýjun líkama
b) orkusparnaði lífverunnar
c) aðlögun og lífsháttum