Berklar
þetta er ritgerð sem ég skrifaði í náttúrufræði..


Berklar
Í byrjun fannst berklabakterían bara hjá dýrum en fyrir 10 000 árum byrjaði manneskjan að annast naut sem áður höfðu verið villt. Þá tókst berklabacteríuni að smita manneskjur líka. Það hafa fundist múmiur í Egyptalandi sem hafa verið sýktar. Á síðustu öld geisuðu berklar um heimin. Faraldurinn varð sem mestur í kringum 1930 og tugir mílljónir dóu. Eftir þetta erfiða tímabil lagaðist ástandið um tíma.

Hvað eru berklar?
Berklar orsakast af bakteríu sem heitir Mycobacterium Tuberculosis. Hún ræðst á lungun og þaðan getur sykingin smitast með blóðinu til annara líffæra líkamans eða með hósta til magans og þarmanna. Eitlarnir í lungunum og hálsinum geta líka sýkts. Berklar smitast með hósta, hnerra og með öndun. Þegar maður hefur andað inn berklabakteríunni lendur hún í lungunum, eftir u.þ.b. sex vikur kemur sýking, ef maður er með góða ónæmisvörn hverfur sýkinging að sjálfu sér án þess að nokkuð gerist. En ef ónæmisvörnin versnar getur sjúkdómurinn byrst í mismunandi líffærum mörgum mánuðum eða árum seinna.

Einkenni
Langvarandi hósti er venjulegt einkenni sjúkdómsins, þar að auki getur komið blóð. Önnur einkenni eru þreyta, lystaleysi, þyngdartap, hiti og svitaköst.

Berklar í dag
Síðustu árin hefur berklatillfellum fjölgað mikið í heiminum. Ástæðurnar eru margar en stærsta ástæðan er þróun alnæmis í heiminum. Alnæmi ræðst á ónæmiskerfi líkamans og sjúklingurinn verður viðkvæmur fyrir allskonar sjúkdómum og sýkingum, t.d. berklar.
Flest berklatilfelli í dag eru í gömlu Sóvjetríkjunum, Afríku og suður-Asíu. Í Afríku eru 50-70% berklasjúklinga líka með alnæmi. Um það bil 3 milljónir manna dóu ur berklum árið 1995, 98% af þeim voru frá fátækum löndum.
Það eru til lyf gegn berklum, en ef maður tekur ekki lyfin samkvæmt læknisráði eða hættir að að taka lyfin geta bakteríurnar orðið ónæmar fyrir lyfjunum. Þetta er mjög allvarlegt vandamál, bæði í Austur-Evrópu og í sumun borgum í Bandaríkjunum. Lyfjameðferð er mjög dýr, þess vegna getur fólk í fátækum löndum oft ekki fengið lyf og deyr þá af völdum sjúkdómsins.

Ef maður ferðast mikið í löndum þar sem berklar eru algengir á maður að láta bólustetja sig.