góðan dag hugarar, ég var að skoða eina grein þar sem sagt er um þunglyndi, það lítur út fyrir að unglingar lenda fyrir þunglyndi, jafnt sem aðrir, en það sem að veldur þessu kannski mikið er að þeir halda að þeir eru ekki eðlilegir, en það er sumt með alla unglinga, hér ætla ég að segja frá hvað er það sem er að hrjá þá, og hvað ekki, og hér ætlá ég að segja hvað af þessu er að ske fyrir mig og hvað ekki, þannig að fólk heldur ekki að það sé slæmt vegna þeirra.
Hér er listi úr greininni yfir það sem að þeim ætti að finnast:


Þeir sem hafa ekki verið þunglyndir, þeir þekkja ekki hversu erfitt það er að komast úr því. Ég hef verið Þunglyndissjúklingur og það var mjög erfitt. En ég er núnna að byggja sjálfa mig upp og það á eftir að taka mörg ár, en það er sirka ár síðan ég byrjaði á að reyna að byggja mig upp aftur. En núnna ætla ég að telja upp þau atriði sem geta bent til að maður sé að verða þunglyndur.

1. Þú ferð að borða meira af nammi og sætindum en þú hefur áður gert.
2. Þú verður mjög latur og horfir rosalega mikið á sjónvarpið eða ert mjög mikið í tölvunni.
3. Þér leiðist og ert oftar í vondu skapi en þú hefur áður verið.
4. Þú ert mjög þreitt/ur og ert alltaf að leggja þig. En ert samt þreittur þótt þú hafir sofið nóg og lagt þig.
5. Þú forðast að fara út og þú hreyfir þig eiginlega ekkert. Þér líður mjög illa á kvöldin eða seinni partinn á deginum og þú ert farin/n að dæma sjálfan þig mjög neikvætt.
6. Þér líður mjög illa, en sefur ekki eins mikið og þú gerðir áður. Þú ferð að hafa áhyggjur um að engum þyki vænt um þig og þú einangrar þig oft.
7. Þú nennir varla að þvo þér og þér er alveg sama þótt þú lyktir illa því þú hefur ekki farið í sturtu lengi. Þú ert oft í vondu skapi og öskrar jafnvel á fólk af engri ástæðu. Það koma fáir til þín út af þessu og þeir fáu sem halda áfram að hitta þig og hringja í þig, fá að heyra allt vonda skapið í þér og þeir fá líka að heyra allt það sem þú kvartar um. En þú ert á þessu stigi farin/n að kvarta undan öllu sem þú getur kvartað undan en kvartar samt mest undan sjálfum þér.
8. Ef þú neyðist til að fara út á þessu stigi, þá ertu mjög kvíðin/n áður en þú ferð út. Þú reynir að laga andlitið þitt og mála þig mjög mikið af því að þú ert svo hrædd/ur um hvað aðrir halda um þig. Þegar þú kemur svo út, þá ferðu að velta fyrir þér hvað allir séu að hugsa um þig og þér finnst að allir séu að horfa þig og þá hljóta allir að dæma þig hræðilega manneskju.
9. Þú ferð að hugsa um sjálfsmorð og ferð að hugsa: ,,Til hvers að vera lifandi? ,,Af hverju er ég hér? ,,Engum þykir vænt um mig!” Þér líður núnna mjög illa og brosir varla og hlær alls ekkert. Þetta er hættulegasta stigið en ef þunglyndið gengur enn lengra þá er hætta við að þú verðir veik, bæði likamlega og andlega og hættir að hafa matarlyst.

Hér koma svör sem að ég tel að gæti ruglast við unglingaveiki, þetta er frekar fyrir þá unglinga sem að eru þunglyndir heldur en fullorðna, ég para saman númerin :

1. Nammiáhuginn eykst örugglega með unglingsárunum, því að það gefur skyndiorku og er gott á bragðið, maður fær líka sennilega meiri peninga á þeim árum.

2. Maður fær mikinn áhuga á unglingaþáttum, um unglingsárin ertu sennilega vakandi lengur, og hefur ekkert að gera, og sjónvarpið er jú alltaf að verða betra, og það tel ég orsök fyrir að unglingar með þunglyndi auka það, að þetta sé bara eðlilegt.

3. Þetta er náttúrulega bara tómasta unglingaveiki, verður úrillur og þannig.

4. Þetta er útaf því að unglingur er að þroskast mikið og þarf því meiri kraft og þannig, og þarf því meiri svefn.

5. Það má telja þetta að vissu leiti til þunglyndis, fara ekki með vinum út á kvöldin, en að óttast um hvað aðrir halda um sjálfan/n þig er eðlilegt, maður vill líta vel út og fá virðingu annara.

6. Þetta er þunglyndi eins og ég segi, unglingur á að sofa mikið.

7. flestir unglingar vilja lykta vel og þannig, það er þunglyndi, en skapið fer alltaf versnandi um unglingsárin, sérstaklega ef þú sefur ekki vel.

8. Ég get ekki svarað þessu, því þetta er ef þú ert þunglyndur, og þá er ekki hægt að segja að það sé unglingaveiki.

9. POTTÞÉTT ÞUNGLYNDI!!!.

Ég vona að ég hafi ekki sært neinn með þessum orðum, en þetta ætti að hjálpa þét að átta þig á því að þú ert ekkert svo glötuð/glataður, því þetta er að henda alla unglinga