Mér finnst ég þekkja allt of margar stelpur sem að eru á mínum aldri sem að ætla
að fara í “megrun” og hætta þá bara að borða…. þess vegna langaði mig að benda
sumum á hvað er rosalega slæmt að gera þetta.
Sko, í fyrst lagi þá ef að þú ert vön að borða t.d.2000 kal. á dag og minnkar það
allt í einu niður í 1000kal. fer líkaminn á vísu að grennast en svo hættir hann því
af því að hann reynir að venja sig á að brenna þá hægar og þá ferðu bar að hafa
miklu minni orku yfir daginn en sammt ekkert endilega að grennast mikið. Svo ef
að þú ætlar að fara að borða aftur venjulega þá eru líkur á því að líkaminn fari að
fitna Því að þá er hann svo vanur því að brenna bara lítið og hægt í einu… Þess
vegna er þetta mjög slæm aðferð.
En ef að þú átt við einhvern vanda í sambandi við að vera í fínu formi þá er lang
best að borða helst allavegana 300gr. af grænmeti á dag( veit að það hljómar
mikið en það er ekkert mikið þegar að maður fer að venja sig á það (ég borða
600gr.), alls ekki sleppa smjörinu ef að þú færð þér brauð frekar að fá sér létt og
laggott (annars hætta augun og húðin og það að smyrja sig) og svo ekki borða
nammi og ekki drekka gos. Ég ætla ekkrt að fullyrða að þetta virki en þetta virkaði
rosalega vel á mig… ég var nefnilega alltaf aðeins þybbin en svo fór ég að gera
þetta og það virkaði rosalega vel=)
Vonandi að einhver hafi gagn af þessu…
Bkv.Mbg.

ps. svo er alltaf gott að drekka minnst 2l. af vatni á dag