Flestar, ef ekki allar, viljum við vera grannar og fallegar. Líta út eins og stelpurnar í tískublöðunum, eða hvað?

Lystarstol er íslenskt heiti yfir Anorexiu og við höfum flestar heyrt um þennan sjúkdóm og þekkjum jafnvel einhvern sem hefur fengið lystarstol. Erlendar rannsóknir sýna aukna tíðni en það eru ekki til neinar slíkar rannsóknir hér á landi. Sérfræðingar hér eru þó ekki í nokkrum vafa um að þetta hefur ágerst hér á Íslandi.

Lífsreynslusaga
Lystarstol snýst um að svelta sig langtímum saman. Ég man eftir einni vinkonu minni sem þjáðist af lystarstoli. Hún borðaði sama og ekkert vikum og mánuðum saman. Hún kannski nartaði í 2-3 bita af epli og fékk sér All-Bran með vatni út á, en bara nokkur korn. Á þessu lifði hún lengi vel og varð bara skinn og bein. Fötin héngu utan á henni, henni var alltaf kalt, hafði ekki orku til að koma út með okkur á kvöldin og hætti að hafa blæðingar. Við vinkonurnar höfðum miklar áhyggjur af henni, en við gátum ekkert gert. Hún upplifði sig alltaf feita og það var ekkert hægt að sannfæra hana um annað. Henni fannst við sennilega bara afbrýðisamar. Hún var samt rosalega dugleg við að baka og elda handa okkur, en fékk sér aldrei neitt sjálf. Í u.þ.b. 1 ár var ástandið mjög slæmt en svo leitaði hún sér hjálpar og byrjaði smám saman að borða aftur. Þetta er þó dagleg barátta og hún hefur ávallt áhyggjur af því að fitna.

Þetta er sennilega frásögn sem margir kannast við. Þú þekkir örugglega einhverja sem hefur verið í svipuðum sporum og vinkona mín.

Stjórnleysi
Lystarstol byrjar ávallt vægt en smám saman missir einstaklingurinn stjórn á ástandinu og hættir að vera meðvitaður um hvað hann er að gera. Allir sem þjást af lystarstoli búa yfir vanlíðan af einhverjum toga og upplifa stjórnleysi af einhverjum toga. Einstaklingurinn fer að ímynda sér að allt gangi betur ef hann lítur betur út og er grannur. Setur sér fastar reglur og framfylgir þeim og nær stjórn. Í upphafi fær einstaklingurinn mikið hrós, vá hvað þú hefur grennst o.s.frv. og ástandið verður alvarlegra og sjúkdómurinn nær stjórn.

Tvær tegundir
Tvenns konar Anorexia er þekkt. Annars vegar Anorexia nervosa og hins vegar Bulimia nervosa.
Anorexia nervosa, þá er um svelti að ræða, en bulemia, þá sveltir einstaklingurinn sig og étur óhóflega til skiptis.

Lystarstolssjúklingar upplifa tilfinningalega vanlíðan og brenglun á mataræði veldur röskun á líkamsstarfsemi. Hormónastarfsemi stúlkna getur brenglast og geta hætt að hafa blæðingar. Það hægist á hjartslætti og líkamshiti fellur.

Hver er í mestri hættu?
Þær stúlkur sem eru í mestri hættu að fá lystarstol eru stúlkur sem eru með fullkomnunaráráttu. Einnig getur þessi fullkomnunarárátta aukist eftir því sem sjúkdómurinn ágerist.
Þetta eru yfirleitt unglingsstúlkur sem hafa verið svolítið búttaðar.
Unglingar sem eru metnaðargjarnir og gera miklar kröfur til sjálf síns eru í áhættuhóp.

Lystarstolssjúklingar eru mjög oft uppteknir af mat og eru duglegir við að elda og bjóða vinum og vandamönnum í mat en borða lítið sjálfir. Þeir hugsa stöðugt um mat en nota allar mögulegustu afsakanir fyrir því að borða ekki sjálfir.

Meðferð
Það er miserfitt að hjálpa þessu fólki við að ná bata. Sumir deyja, sumir lifa með sjúkdómnum alla tíð og þetta er stöðug barátta en sumir ná fullum bata. Þetta fer svolítið eftir hversu lengi sjúkdómurinn hefur náð að grassera og hvernig andleg líðan einstaklingsins sem á í hlut er. En því fyrr sem einstaklingur leitar sér hjálpar því meiri líkur á bata.

vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað…

kv. Villingur =)