Af hverju eru svona margir næringarfræðingar á móti “kolvetnisniðurskurðarkúrum” eins og Atkins ? Þeir eru alltaf með þessa tuggu sem maður er orðinn leiður á; “Borða bara venjulegan mat og hreyfa sig”, það virðist ekki vera að virka þar sem Íslendingar eru að verða offitusjúklingar upp til hópa.

Og hvað er svo “venjulegur matur” í dag ? Miðað við umfang pizzubransans og annars skyndifæðis er það nákvæmlega að verða þessi venulegi matur ekki soðin ýsa með kartöflum eins og þetta staðnaða stofnana lið er líklega með í huga. Það virðist einmitt að ódýrt kolvetni í miklu magni eins og skykur, hveiti, pasta og franskar séu að verða stór hluti að fæðu fólks með slæmum afleiðingum. Fólk er almennt að borða allt of mikið af kolvetnum.

Einn af þessum óupplýstu fræðingum frá Manneldisráði dró í land um daginn og sagði að kannksi mætti með “illu illt út reka” þegar talsmaður Atkinsfræðanna var að reyna að gera henni grein fyrir að þetta væri nú ekki eins hrikalegt og hún virtis halda.

Fyrr á árinu var ég orðinn fullsaddur á minni fitu, fannst ég vera einmitt að fara að “gömlu góðu” ráðunum en ekkert gekk, og ég fór að spá í kolvetnin. Byrjaði að taka nær algerlega út sykur og brauð, pasta og fara að borða sykurskert skyr, fisk,meira kjöt og grænmeti. Með þessu hef ég farið nokkrum sinnum i viku í ræktina. Þetta byrjaði hægt en nú er þetta farið að rúlla og 9 kíló farinn í sumar, og ég ætla að taka allavega 6 af í viðbót og miðað við árangurinn ætti það ekki að vera mikið mál. Þegar þangað er komið mun ég auka aðeins kolvetnin með þvi að byrja að borað t.d. gróft brauð. En ég tel mig samt vera að borða hollt, leyfi mér t.d. rauðvín, einstaka kók, og “nammidaga” sem felast í skyndibita kanski einu sinni í mánuði.

Eitt sterkasta argumentið fyrir kolvetnasnauða kúrnum er að þessi unnu kolvetni eins og sykur og hveiti er tiltölulega nýtilkomið til sögunnar og líffræði okkar miðast ekki við þessa fæðu.

Ég var alveg að gefast upp í baráttunni en tel mig vera búinn að finna töfralausnina ef svo má segja, en það þarf sjálfsaga.