Í gær leiddist mér dáldið og fór bara aðeins að hugsa.
Ég byrjaði að hugsa um hvað mér hefur liðið illa undanfarið. Það er að segja í sálinni.

Ég finn fyrir vonleysi, myrkri, tómleika og eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er. Það er alveg eins að ég sé að leita að einhverju sem ég veit ekki hvað er, og ég fæ ekki frið í sálinni þangað til.

Mig finnst ég vera eitthvað svo rosalega tóm og eins og ég sagði að ég væri að leita að einhverju. En hvað er þetta þá sem ég er að leita að? Dauðinn? (það getur varla verið strákur af því að ég er bara 13)

Svo er eitt dáldið skrítið. Það er alveg eins og ég haldi að þetta sem ég er að leita að er á netinu. En samt það er það ekki, en samt held ég alltaf áfram að leita.

En svo byrjaði ég að hugsa áfram og komst að þeirri niðurstöðu að þetta hefur ekkert verið í stuttan tíma. Heldur hefur þetta verið í nokkur ár.
Ég er oftast rosa stressuð og taugaóstyrk án þess að vita af hverju.
Ef einhver hefur kynnst þessu áður, þá má hann endilega segja mér hvað það var sem hann var að leita að.


Kv. Svandís
Music.. my escape from reality.