'Eg var einn af þessum krökkum sem vildi ekki borða fiskinn sem mamma eldaði en borðaði bara kartöflurna, núna sakna ég steikta fiskins hennar. Það hefur loðað við Íslendinga að vera ekki hrifnir af fiski og ég held að þetta sé hreinlega að verða vandamál að krakkarnir vilji bara pizzur, pylsur og hamborgara, hlaðna fitu og kolvetnum.

Ég nú síðari árin farinn að borða miklu meira af fiski, en því miður kannksi ekki nóg af ferskum Íslenskum, heldur allskonar fiski úr dós eins og; Túnfisk, sardínur, makríl, kolkrabba (fæst í Hagkaup) og ansjósur. Nú segja örugglega margir “oj” en ég reyni stundum að panta pizzu með þeim og því miður er víða hætt að bjóða upp á það, t.d. Caruso og ég er hættur að fara þangað.

En aðalmálið er olían í fiskinum, hvaðan sem hann er, þ.e. Omega-3 fitan, góð fita fyrir líkamst starfssemina, þ.m.t. heilan, og ég held (finn það allavega sjálfur) að þessi fita,eða efnin í henni hafi góð áhrif á geðheilsuna, enda tek ég líka lýsi. En þess má líka geta til leiðbeininar þeim sem eru með kvíða eða “litlir í sér” að auka prótein/fisk/kjöt í fæðu, allavega tímabundið, þessu mælir fagfólk með.

Síðan og ekki síst eru efni í fisknum eins og zink sem eru mjög góð fyrir kyngetuna, allavega sem karlkyns get ég staðfest það. Það er held ég ekki tilviljun að fólk við Miðjarðarhafið er eins lífsglatt og “gratt” eins og raun ber vitni, það borðar mikið af allskonar fiski. Um daginn á Krít prófaði ég margar tegundir af fiski eins og grillaða kolkrabbaanga og sardínur, fyllta smokkfiska og sverðfiskasteik. Kannski var það líka sólin, hitinn og gullfallegar konurnar þarna, en allavega fór kynhvötin alveg uppúr öllu valdi. Semsagt, borðið fiskinn ykkar !