Ef svo má að orði komast :)

Eftir mikla lægð í líkamsræktarstöðvum landsins í sumar fer nú senn að hefjast “stríð” Allir kappkosta við að bjóða bestu þjónustuna og besta verðið.

Það er margt vitlausara en að kaupa sér kort í líkamsrækt því að þá ertu að fjárfesta í eigin heilsu og því miður eru alltof margir sem gera sér ekki grein fyrir því hversu mikilvæg hún er.

Auðvitað er það ekkert eina leiðin til að stunda líkamsrækt, það er hægt að fara í sund, út að hjóla, skokka eða skella sér á línuskauta.
Margir líta samt á það þannig að ef þeir eigi kort og mæta ekki að þá er það glataður peningur, sem það að sjálfsögðu er. Það er nefnilega svo einfalt að “fara bara út að skokka á morgun”

Munið bara að þetta á ekki að vera kvöð og þetta á ekki að vera leiðinlegt, það er allt undir ykkur komið að hafa þetta skemmtilegt, þið verðið að gera þetta skemmtilegt :)

Gangi ykkur vel í vetur..
kv. poco.