Mig langar að deila með ykkur smá sögu um svefnrofalömun ;)
Þetta byrjaði allt saman fyrir um 4 árum. Þegar ég var að reyna sofna á kvöldin og var búin að liggja upp í rúmi í kannski tíu mínútur, þá uppgötvaði ég að ég gat hvorki hreyft legg né lið. Ég gat heldur ekki talað og en ég gat hugsað þ.e.a.s. ég var alveg meðvituð um umhverfið mitt, ég vissi að ég lægi í rúminu mínu og ég gat stjórnað hugsununni (þannig að mig var ekki að dreyma). Þetta lýsti sér eignlega eins og heilinn væri vakandi en líkaminn sofandi. Þetta “ástand” stóð yfirleitt yfir í eina mínútum en þá vaknaði ég alveg ótrúlega hrædd. Stundum fylgdu þessu ofheyrnir eða ofsjónir t.d. mér fannst einhver vera nálgast rúmið mitt eða ég heyrði mannamál og hélt þá að það væri kominn morgunn. En þá var ég oftast bara búin að liggja upp í rúmi um hálftíma Stundum fylgdi þessu líka köfnunartilfinning sem lýst sér með miklum þyngslum fyrir brjósti og ég átti erfitt með að anda.
Á tímabili hélt ég að ég væri orðin geðveik í bókstaflegri merkingu og ákvað því að fara til læknis. Þá uppgötvaðist að ég þjáðist af svokallaðri “svefnrofalömun”. Því miður er ekkert hægt að gera við þessu nema að taka einhver svfnlyf sem “þyngja” svefnin. Kannist þið við eitthvað svona svipað?