Ég hef verið að fletta í gegn um eldri greinar hér á huga en fann enga um þetta mál.

Svo langt sem ég best veit eru bara tvö kompaní hér á landinu sem framkvæma svona aðgerðir. Þetta er nokkuð sem ég er mjög spennt yfir, því ég er algerlega búin að fá nóg af því að sjá ekkert án gleraugna/linsa (er með sjón -3,75 og -4). Ég er svolítið búin að skoða heimasíðuna hjá Lasersjón, en mig langar að fá viðhorf/álit hlutlausra aðila, þannig að ef einhver af lesendum huga hefur farið í svona aðgerð eða þekkir einhvern sem hefur farið í svona aðgerð þá þætti mér vænt um ef einhver myndi senda mér línu eða skrifa álit við þessa grein.

Mig langar líka til að láta fylgja með smá upplýsingar um þessa aðgerð, ef fleiri skyldu hafa áhuga.

Skv. www.lasersjon.is kostar svona aðgerð um 290 þús. Eftir aðgerð sjá 95-98% nægilega vel án gleraugna til daglegra athafna, þ.e. fá sjón upp á -0,5 sem er nógu gott til að keyra gleraugnalaus. Ég man ekki nákvæmlega, en mig minnir að um 85% tilfella fái 100% sjón. Svo var einhver líka að tala um að það væri mögulegt (mismunandi eftir einstaklingum) að fá 150%-200% sjón, eða ofursjón. Kannski ekki mjög raunhæfur möguleiki en gaman að láta sig dreyma ;)

Veit einhver þarna úti um einhvern sem hefur farið illa út úr svona aðgerð?

Bestu kveður 8) Hugrún gleraugnaglámu
I´m a daydreamer and a daydream believer