Ég var með mjög slæmt frjókornaofnæmi og það fattaðist ekki fyrr en ég var 9 ára. Öll jól var ég fár veik því við vorum alltaf með alvöru jólatré. Mamma fór með mig til læknis og alltaf sama svarið: hún er með flensuna. Það var ekki fyrr en ég fluti til Skotlands og fór til Homopata (er ekki viss hvernig þetta er skrifað) sem þetta fattaðist.
Þegar við fluttum heim fréttum við af lækni sem heitir Björn Árdal og er á 3. hæð í Kringlunni að ég fór í meðferð vegna ofnæmisins. Þetta var 4 og hálfs árs prógram og felst í því að fara alltaf í sprautur á vissu millibili. Fyrsta árið í hverji viku og svo hægt og hægt breikar bilið upp í að sveiflast á milli 5,6 og 7 vikum. Þú borgar fyrir hverja sprautu sem þú ferð í og kaupir svo lyf. Þetta sumar hef ég ekki tekið nein lyf. Seinustu sumur hafa 100 pillu skammtarnir ekki dugað.
En það er einn galli á þessu. Maður má ekki vera komin á kynþroskaskeiðið því þá er þetta orðið of seint. Ég hvet fólk sem á börn eða lítil systkyni sem eru með þetta ofnæmi eða grunur um að tékka á þessu hann gerir líka allskonar ofnæmis próf.