Mig langar að vita hvort að það séu nokkurt fyrrverandi reykingafólk hérna inni? Ég var að hætta að reykja, er búin að reykja í 6 ár og var farin að reykja yfir pakka á dag. Ég hef einu sinni hætt að reykja áður og fannst það ekkert mál (og það var líka lítið mál að byrja aftur…) en í þetta skiptið er það ekki jafn auðvelt :( Ég er samt staðráðin í að reyna að halda þetta út. Hvernig er það, kemur einhvern tíman sú stund að mann hættir að langa í sígarettu? Ég hef heyrt að fólk sem að hættir að reykja eigi alltaf eftir að langa í sígó? Og hvernig dílar maður við fólk sem að reykir, þá er ég að meina eins og núna þegar maður er nýhættur og mér finnst allir vera reykjandi í kringum mig, á maður bara að hætta að umgangast reykingafólkið, eða á maður að herða sig upp og hætta þessu væli?