Okey ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að senda hingað en ég læt á það reyna;)

Þannig er að ég á í smá vandræðum, eða ætti ég að segja miklum. Mér langar voðalega að koma mér í betra form en það gengur bara engan veginn, ég virðist bara ekki hafa sjálfstyrkinn í það.

Ég segi alltaf með mér; Nú hætti ég öllu nammiáti og byrja að hreyfa mig af viti. En það virkar bara í nokkra daga.

Ég helst aldrei í líkamsræktinni, bara nenni þessu bókstaflega ekki, en fæ samt alltaf samviskubit yfir því að ég hreyfi mig ekki nóg. Ég æfi hokký, en það er bara yfir veturinn þannig að 4 mánuðir fara í ekki neitt. (myndi fara í streethokký en það eru bara svo fáir hér sem ég þekki og ekki eiga þeir línuskauta né hafa áhuga á streethokký)

Svo er sama vandamál hjá mér í mataræðinu, ég nenni ekki að fá mér að borða, þannig að ég borða venjulega bara einu sinni til tvisvar á dag, borða ekkert mikið kannski um 500-1000kkal á dag en það er nóg til að fita mann ef maður borðar svona óreglulega.

Ég veit ekki alveg tilganginn með greininni, varð bara að hleypa þessu aðeins út og vonast eftir að einhverjir hérna geti kannski ráðlagt mér eitthvað.