Drekkur þú nægilega mikið vatn? Hversu mikið vatn heldur þú að líkami þinn þurfi? Hversu mikið ertu í raun að drekka?

Flestar konur kvarta yfir þvi að vera bólgnar og útþandar af bjúg. Það er of mikill misskilningur að bjúgurinn sé til staðar vegna þess að konan drekki of mikið vatn. Sannleikurinn er sá að þessu er öfugt farið. Læknar og hjúkrunarfólk mæla með að meðalmaðurinn drekki a.m.k. 3 lítra af vatni á dag.

Íþróttamenn, fólk sem svitnar mikið og fólk sem búa eða vinna á heitum svæðum missa meira vatn daglega og þurfa því að drekka enn meira til að vinna á móti vökvatapinu. Vert er að hafa það í huga að kaffidrykkir og áfengi hafa mild vatnsræsandi áhrif sem veldur þvi að þvaglát verður örar sem stuðlar að enn frekara vökvatapi.

Strax á eftir súrefni er líkaminn svotil eingöngu gerður úr vatni, vatn hefur alltaf verið og mun alltaf vera mikilvægasta næringarefni sem við setjum ofan í okkur. Vatn er nauðsynlegt til flestra verka í líkamanum. Hvort sem að það er í grófum verkum eins og meltingu eða í eins fín smáverk eins og frumuskiljun. Auk þess að vera mikilvægasta leysiefnið í líkamanum. Þar sem að líkamar okkar geta ekki geymt vatn til notkunnar síðar, er okkur nauðsynlegt að drekka vatn daglega og mikið af því.
Kjartan