Sjálfsmynd okkar er í raun sú mynd eða það álit sem við höfum á okkur sjálfum. Ef sjálfsmyndin er slök hefur það slæm áhrif á líf okkar; möguleikar til að höndla hamingjuna og árangur okkar í starfi sem og einkalífi. Hér ætla ég að nefna nokkrar leiðir fyrir þig til að bæta sjálfsmynd þína

Byggðu upp sjálstraustið
Sjálfstraustið kemur innan frá og byggist upp þaðan. Hevnær sem þig langar til að takast á við eitthvað, gerðu það þá í hugalund að þú hafir þegar tekist á við það. Sjáðu sjálfa þig hafa náð árangri, gerðu það raunverulegt í huganum. Lokaðu augunum og sjáðu smáatriðin – hvernig myndi þér líða, hvernig þú myndir hegða þér og hvernig aðrir myndu koma fram við þig. Síðan skaltu hefjast handa og framkvæma það sem þig langar/eða þú þarft að takast á við eins og þú ert búin að sjá það fyrir. Hafðu hugfast að þú ert það sem þú hugsar.

Taktu eftir öðrum
Hrorfðu á fólkið í kringum þig og segðu eikkað jákvætt við aðra. Búðu til lista yfir það sem þú kannt að meta í fari annarra, sérstaklega þinna nánustu. Aðstoðaðu aðra þegar þú getur. Emð því að hjálpa öðrum þa´finnum við styrk okkar og getu til að haf stjórn á okkur sjálfum.

Forpastu fullkomleika
Fullkonuarárátta dregur úr fólki og getur kmið í veg fyrir að þau markið sem hafa verið sett náist.

Berðu virðingu fyrir sjálfri þér
Búðu til lista með jákvæðum atriðum sem geta aukið sjálfsvirðingu þína. Ef þú lendir í vandræðum, hugsaðu þá um fólk sem hefur dáðst að þér og skrifaðuþað niður sem það sagði við þig.

Vertu góð/ur við sjálfa þig
Gerðu eikkað sem þér líður vel með að gera – eikkað sem er bara fyrir þig – á hverju degi. T.d. Heit freyðibað með kertum og tilheyrandi, uppáhaldsmaturinn þinn, hlusta á uppáhaldslagið þitt, fara út að hlaupa o.fl.

Reyndu að komast í samband við þína eigin orku
Hreyfðu þig reglulega; þegar þú hreyfir þig þá finnuru að þú hefur betri stjórn á sjálfum þér. Hlustaðu á tónlist, reyndu að komast í snertingu við nátturuna eða hugleiddu. Á meðan skaltu leyfa hugsunum þínum að koma og fara. T.d. Dagdraumum, hugsaðu um fortíðina og hverjar voru þínar langarnir sem barn, leyfðu hugsunum þínum um framtíðina að koma ram og hvaða hugmyndir og óskir þú hefur um hana.

Reyndu við ögrandi verkefni
Farðu á námskeið, í ferðalag eða eikkað sem þú hefur ekki gert áður. Þegar þú tekst á við eikkað nýtt er auðveldara að eiga við sjálfa sig vegna þess að þá ert þú að gera eikkað sem þú hefur ekki gert áður og átt því eki neikvæðar hugmyndir um atburðin. Þegar vel tekst til verður þú ánægðari með sjálfa þig og hugsar: YYYYeeeesss, mér tókst það! Það er góð tilfining ekki satt?

Vertu bjartsýn
Reyndu að loka á neikvæðar hugsanir. Hugsaðu um mistök sem eikkað tímabundið og óvenjulegt í staðin fyrir eikkað sem er algengt eða stöðugt í þínu lífi. T.d. “Allir kaupmenn eru asnar” er dómhörð skoðun sem getur leitt til neikvæðni og vonleysis um eikkað verkefni. “Hann er greinilega í vondu skapi í morgun” er útskýring sem er tímabundin og gefur okkur von um að ástand geti lagast.

Ekki taka hlutunum og persónulega
Þegar eikker hagar sér dónalega við þig segir það meira um manneskjuna sjálfa og hverni henni líður heldur en um þig. Reyndu að sjá hvernig manneskjunni líður, þ.e. sársaukann og hræðsluna sem vikomandi er að glíma við.

Ekki taka hlutunum of alvarlega
Reyndu að sjá kímni í hlutunum. Þegar þú getur séð bæði alvöruna og kímnina í sama atburðinum þá breytist skoðun þína og þú sérð hlutina í meira jafnvægi en áður, Reyndu að líta upp. Þú stekkur frá vonbrigði og vandræðilegum aðstæðum fljótara en áður, jafnar þig fyr og fólki líkar betur við þig.

Nú er um að gera að æfa sig á þessum leiðum til að styrkja sjálfsmyndina þína og lifa þannig lífi sem einkennist af aukinni hamingju og meiri árangri.