það fer svo sannarlega ekki framhjá neinum að sumarið er komið og hvað gerist þá? fólk flykkist út af líkamsræktarstöðvunum og út í góða veðrið. Sem er að sjálfsögðu mjög gott mál, ég meina, notum náttúruna okkar, förum í göngutúr, í sund eða á línuskauta. En það er samt eitt sem mig langar að benda á sem er mjög algengt og það er að fólk mætir á haustin í ræktina og ætlar aldeilis að koma sér í form og mjög oft tekst það, fólk mætir samviskusamlega 5-6 sinnum í viku og takmarkinu er náð. Þá kemur sumar og fólk HÆTTIR að mæta, hvað gerist? fólk fer að borða meira, grilltíminn sko. hreyfir sig stundum minni og missir árangurinn niður. Mætir svo aftur næsta haust og byrjar uppá nýtt og er allan veturinn að komast í formið aftur sem það skemmdi um sumarið.
Góð sumaráætlun gæti litið svona út:
mánudagur: lyftingar
þriðjudagur: fjallganga
miðvikudagur:lyftingar eða línuskautar
fimtudagur: sund
föstudagur: lyftingar
laugardagur:gönguferð/fjallganga/línuskautar
sunnudagur: gönguferð/fjallganga/línuskautar

gleymum því heldur ekki að við getum leyft okkur að borða meira ef við erum dugleg að hreyfa okkur með :)

Vissuð þið að 1 kg af vöðvum brennir ca 3-4 kg á ári????

hættum ekki að fara í ræktina þó að sólin hækki, fækkum bara skiptunum og nýtum tímann vel :)

sumarkveðja pocogirl!!!