Fitusog, fegrunaraðgerðir, megrun, líkamsrækt og svelti. Skelfileg fífl eða fitubollur ráða útliti kvenna í hollywood.

Undanfarin ár hefur áróðurinn fyrir grönnum og stæltum konum jafnt og þétt í réttu hlutfalli við það að mannkynið fitnar jafnt og þétt (alla vega í vesturlöndunum). Þrýstingurinn á konur að vera mjóar er orðinn svo mikill að kona er ekki talin sæt ef hún er ekki mjó líka. A.m.k. ekki í Hollywood, en þar hefur þessi þrýstingur komið hvað greinilegast fram. Nú orðið eru allar Hollywoodstjörnurnar orðnar vel undir kjörþyngd og margar hverjar orðnar svo garnnar að það er beinlínis hættulegt. Þetta gera þær til að fá hlutverk í bíómyndum sem konur heimsins horfa á og hugsa með sér “afhverju er ég ekki svona grönn”? Þeir staðlar sem Hollywood setur stjörnunum sínum eru einstaklega óraunverulegir, og það gerir að verkum að þær svelti sig hver annari meira. Þetta er bæði hættulegt stjörnunum sjálfum og okkur hinum sem horfum á þetta. Talað er um að anorexía hafi aukist á síðari áum eftir því sem þrýstingnum um grannt holdafar hefur aukist og sjálfsmynd kvenna aukist og sjálfsmynd kvenna hefur farið í beinni línu niður því sem staðlarnir verða ævintýralegri. Einnig er áróðurinn að ná til æ yngri stelpna sem eru kannski farnar að husa um sjálfar sig sem feitar um 10 ára aldur. Staðreyndin er sú að Hollywood stjörnur eru fyrirmyndir margra og það er alveg ljóst að á síðari árum hefur grannt orðið grennra. Vel þekkt dæmi eru aðaleikkonurnar í þáttunum Friends. Í fyrstu seríunum voru þær alar passlegar, að vísu mjög grannar en ekkert óeðlilega. Eftir því sem þættirnir urðu fleiri urðu kílóin færri , og náði það hámarki sínu í 8 seríu þar sem Jennifer Aniston og Courteney Cox voru báðar eins og anorexíusjúklinar dauðans. Þetta er ekki eina dæmið sem hægt er að nefna. Flestir muna eftir því hvernig leikkonurnar í Ally McBeal horuðust taktfast þangað til að þær voru orðnar ógeðslegar. Besta dæmið er um það hversu óraunverulegir staðlar Hollywood borgarar eru orðnir eru þó það að oft er talað um Marilyn Monroe sem “flotta stóra stelpu”. Því er sem sagt haldið fram að Marilyn Monroe hafi verið í stærra lagi “en samt verið flott”. Marilyn Monroe var aldrei neitt í stærra lagi. Hún var alltaf mjög grönn þótt hún hefði vissulega línur sem myndu alldrei sjást í Hollywood í dag. Það er orðið mjög slæmt ef stúlkur horfa á Marilyn Monroe og hugsa “ef hún var feit, hvað er ég þá”?? Þetta er ekki fallegt. Þetta er ekki hollt. Þetta er ekki gott. Það er ekkert jákvætt við að vera jafn óraunverulega grannur og margar kvikmyndastjörnur er orðnar núna. Að vera undir kjörþyngd er alveg jafnt slæmt og að vera yfir kjörþyngd, bæði heilsufarslega og andlega. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir því að horfa á holdarfar Hollywood stjarna með gagngrýnandi augum. Áttum okkur á því að hin venjulega kona lítur ekki svona út nema í örfáum undantekningum og að ekki er hægt að ætlast til þess af fólki að hætt jafnvel heilsunni, hvað þá heldur andlegur heilbrigði og sjálfsímynd við að eltast við svona drauma ímyndir. Verum á varðbergi gagnvert óeðlilegu holdarfari Hollywood stjarna og áttum okkur á hversu slæmt það er fyrir mann að grennast og mikið.

Hugsið ykkur um!!!!!!!!!!1
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!