Ég var að velta fyrir mér hvað fólk gerir í þynnku til að bæta líðanina. Ég hef sjálfur aðeins notast við hefðbundnar aðferðir. Til dæmis finnst mér virka mjög vel að drekka stórt glas af kóki og klökum eða skella bara í mig einni Alka Seltzer. Auk þess er mjög gott að borða kjöt, alveg sama hvort er kalt eða heitt. Jógúrt fer líka vel í magann á viðkvæmum stundum.
Það væri gaman að heyra hvað aðrir gera daginn eftir fyllerí. Kannski get ég gert það líka.