Hvað vitið þið um þessi efni ?

Ég taldi mig hafa nokkuð hollan lífsstíl nema drakk aðeins of mikin bjór, en svo rauf ég 90 kílóa múrinn í haust og er alveg brjálaður yfir þessu.

Nú er ég kominn í átak, minni bjór(meira rauðvín!)ekkert pasta eða brauð smá hrísgrjón, helling af eggjum, skyri, grænmeti,túnfiski, kjúklingi og svo er ræktin nokkru sinnum í viku.

En ég vil prófa e.h. “hjálparefni” en vantar upplýsingar og reynslusögur. Nú er efedrýnið umdeilt og sagt skylt amfetamíni en svo er þetta syfredyn sagt jafngott en ekkert hættulegt.

Allar upplýsingar um þetta væru vel þegnar.

Kv,

IDF