Hmmm….
Nú er janúar og allir greinilega að hugsa um heilsuna. Sem er nátturlega gott mál. Velta því fyrir sér að fara í líkamsrækt og kaupa kort og missa 5 kíló á 6 vikum eða eitthvað þessháttar.
Í janúar hlæja allar líkamsræktarstöðvar hástöfum. Af öllu fólkinu sem kemur inn í góðum fílig ætlar að gera svo mikið og kaupir árskortin dýrum dómi og mætir síðan bara í 3 vikur. Ætli stöðvarnar geri ráð fyrir þessu fyrirfram.
En þetta er ekki endilega það sem ég ætlaði að tala um hér heldur ætla ég að benda fólki á að það er til svo miklu meira sem hægt er að æfa og er jafnvel miklu skemmtilegra.
Þannig var þetta með mig. Eg keypti líkamsræktarkort en hætti að stunda stöðina eftir ákveðið langan tíma. Þetta bara hentaði mér ekki.
Svo var það einn daginn að vinkona mín sagði mér að hún hefði prófað sjálfsvarnarlist og bara fílað það í ræmur. Ég tek mér smá tíma í að hugsa málið, skrái mig og vinnufélaga minn síðan í taekwondo. Þetta var í sept síðastliðnum.
Vegana þess að þetta er á ákveðnum tímum og við verðum að mæta þá eða missa af tímanum þá bara mætum við.
Auk þess sem þetta er alveg gríðarlega skemmtilgt að þá er þetta einnig uppbyggjandi.
Eg fékk ekki nóg og fór líka að æfa box sem er alger snilld þótt að það eru fáar stelpur þá er þetta að koma.
Það sem ég er að meina er sem sagt að fara að æfa með einhverjum sem heldur manni við efnið og að æfa eitthvað skemmtilegt hefur haldið mér í þessu og ég get ekki hugsað mér að hætta.
Eg tók mér pásu um jólin og fékk fráhvarfseinkenni og eftir fyrstu æfingu eftir jól var ég í vímu þetta er rosalegt.
Það er hægt að gera svo miklu meira en að fara á líkamsræktarstöð.