úff…vá..emmm…ég er ekki viss hvar ég á að byrja..ok


Þetta er framhald af annarri grein sem ég skrifaði fyrir hálfu ári síðan eða : http://www.hugi.is/heilsa/greinar.php?grein_id=51220 . Svo framhald eiginlega, mig langaði að segja hvernig þetta gekk og alles.


Ég fór í svokallaða kjálkastyttingu (fyrir þá sem ekki vita) 11. nóvember síðastliðinn. Allt gekk vel, rotaðist við kæruleysislyfin og þá leið tíminn fljótar. Ég vaknaði skælbrosandi og var í rosalega góðu skapi…örugglega bara vel dópuð upp nema…tungan var föst milli tannanna, semsagt öll hægri hliðin á tungunni var vel föst á milli og var allan daginn að berjast við að losa hana :( tennurnar voru festar saman með teygjum sem ég var með næstu 5 vikur eftir á. Ég var á spítalanum í 3 daga, og las góða fræðandi bók fyrir unglingsstelpur, síðustu dagar Hitlers.

Ég var á skemmtilegum verkjalyfjum…stílum…ógeðslega gaman að vakna við að hjúkkurnar eru troða þeim upp í rassinn á mér ;) næturnar eða bara allur tíminn var ógeðslega lengi að líða upp á spítalanum, ég var með næringu í æð fyrsta daginn, og fyrstu nóttina var ég á vöknun, þar sem hjúkkurnar fylgjast með manni og ég þurfti að pissa 3svar á 5 klst, núna er ég reyndur fagmaður, ég sérhæfi mig í að pissa í kopp fyrir framan aðra sjúklinga :) ég fór að vinna viku eftir aðgerðina og gekk vel.

Ég léttist aðeins um 3 kg, ég át eiginlega bara jógúrt, skyr, ab-mjólk og build-up….mmmm… ég borða ekki neitt fljótandi í dag!…ojjj…, ég bólgnaði mjög lítið, smá barnakinnar en bólgan minnkaði frekar hægt, ég var enn smá bólgin eftir 3 vikur.

Teygjurnar voru teknar vikur fyrir jól og ég byrjaði að fara á American style…og vá, ég var svo mikill klaufi, ég kunni ekki að tyggja heheh….ég get ekki enn bitið fast saman, núna eru komnar 3 vikur sirca og núna er ég ennþá með teygjur en ég get opnað munninn og tek þær út þegar ég borða og verð með þær næstu 3-4 vikur og síðan losna ég við spangirnar :D

Loksins er þetta tannréttingar mál búið þetta eru búin að vera 3 löng ár!


takk fyrir (ef þið hafið nennt að lesa)
clara