Grannur-grennri-grennstur = Er það tískan í dag? Kæru Hugarar!

Ég var að skoða í morgun síðu sem heitir www.thesun.co.uk, ágætis síða svo sem, það er að segja ef maður hefur gaman af að fylgjast með nýjasta slúðrinu.

Ég hef einmitt voða gaman að því, en rakst á heldur óskemmtilega grein þarna í morgun. Ekki vegna þess að hún sé leiðinleg eða illa skrifuð, heldur vegna innihaldsins - ég fékk vægast sagt sjokk þegar ég sá myndirnar sem fylgja með.

Hlekkurinn fær að fylgja með hér til þess að þið skiljið betur hvað ég á við:

http://www.thesun.co.uk/article/0,,2002542019,00.ht ml

Ég verð að segja að mér finnst þessar konur á myndunum orðnar ALLT OF mjóar!! Þær voru miklu fallegri eins og þær eru á myndunum til vinstri.

En nú spyr ég, er þetta tískan í dag??? Að vera svona rosalega mjór? Það hefur ekkert farið fram hjá mér að það virðast allir einhvernvegin vera með megrun á heilanum, það er svo sem ekkert nýtt - en er markmiðið að verða svona ofboðslega grannvaxin?

Persónulega hefur mér alltaf fundist fallegra að hafa “smávegis að klípa í” ef maður getur orðað það þannig. Er ég ein um það eða hvað?

Ég verð bara að segja að ég er alveg gáttuð á þessu. Hvað finnst ykkur???
Með kveðju,