Nú til dags er mikið álag á fólki yfirleitt. Námsmenn vilja standa sig vel og læra fram á nótt, starfsmenn vinna meira og lengur, mæður reyna að standa sig vel í starfi ásamt því að vera góðar mæður. Svo er það auðvitað þeir sem þjást af kvíða og svefnleysi. Þegar fólk er orðið tilfinningalega uppgefið getur það orðið til þess að það lítur illa út, er með dökka bauga undir augum, gengur verr í vinnu eða námi og verður auðveldlega pirrað og bráðlynt.

Síðustu árin höfum við orðið örlítið meira meðvituð um það hvað hollt fæði og góð hreyfing getur gert fyrir líkama og sál. En við gleymum því oft að góður og reglulegur svefn getur bætt útlitið og hjálpað þér að ganga vel í þínum daglegu störfum.

Reyndu að fylgja þessum leiðbeiningum hér fyrir neðan, í minnst viku, og sjáðu hvort þú hafir ekki meiri orku, lítir betur út og hvort þú njótir ekki lífsins betur.

1. Reyndu að nota tímann sem þú hefur fyrir svefninn á eins afslappaðan hátt og hægt er og umfram allt, ekki hvíla á erfiðleikum dagsins. Njóttu þess að fara í heitt bað með kertaljósum, hlustaðu á rólega og góða tónlist eða lestu góða bók.

2. Reyndu að fá 7-9 tíma svefn á hverri nóttu.

3. Prófaðu að gera nokkrar jóga æfingar, til þess að slaka á vöðvum og róa hugann. Liggðu á bakinu og slakaðu á með augun lokuð, láttu lófana snúa upp, leyfðu fótunum að slaka á og andaðu hægt og rólega.

4. Farðu á fætur og til svefns á svipuðum tíma á hverjum degi.

5. Ekki hafa áhyggjur af því að sofa einstaka sinnum út því stundum er það nauðsynlegt. Passaðu bara að það gerist ekki of oft því það kemur óreglu á svefnmynstur þitt.



heimildir : femin.is