Grimmasta óargardýr jarðarinnar, ræðst á margfalda stærð sína.
Það var að finnast lús í dóttir minni.
Núna klæjar mig alveg hroðalega bara við tilhugsunina um að þetta óargardýr skuli voga sér að koma inná mitt heimili óboðin.
Ég er að þvo allt af rúmmonum og er búin að setja lúlludýrin í frost (við litla ánægju eigenda).
Apotekið er að opna svo ég er á leiðinni að kaupa lúsasjampó.
Ef einhver lumar á góðum ráðum þá væru þau vel þegin, hvað er best að gera og hvernig ?
Einnig ef einhver hefur einhverjar ganglegar uppl. um þetta dýr þá langar mig að fá að vita meira.
Það eru einhvað litlar uppl. um þetta á netinu allavega hefur mér ekki tekist að finna neitt gagnlegt ennþá.