Hæhó!

Mig langar til að forvitnast hvaða smákökur þið eruð að baka fyrir jólin? og eitt annað mikilvægt líka. Eru þið alltaf að baka það sama á hverju ári eða er það mismunandi? Hef líka heyrt að sumir steiki kleinur fyrir jólin sem ég geri ekki sjálf.

Ég er núþegar búin að gera piparkökur og vanilluhringi en ef ég verð í stuði á næstunni skelli ég kannski í Sörur sem eru auðvitað bestu kökurnar. Ég nenni ekki að gera meir og kaupi þá heldur eitthvað meira eins og randalínur sem eru aðvitað ómissandi.

en hver veit ?