Það er ekki margt sem kemur manni í meira jólaskap en jólatónlistin og þá skiptir máli að velja réttu tónlistina, og oftast tengist hún því sem að við höfum alist upp við að heyra frá því að við munum eftir okkur. Sem er að svolitlu leyti smá fortíðarþrá. Heima hjá mér er t.d. alltaf spilaður Bing Crosby jóladiskur yfir bakstrinum og núna þegar ég hef tekið yfir piparkökubaksturinn finnst mér alveg ómissandi að hlusta á Bing Crosby.

Svo eru líka önnur klassísk lög eins og Last christmas með Wham, Jólahjól með Stebba Hilmars og Ég hlakka svo til með Bo familíunni.
Svo er fullt af öðrum lögum sem ég man ekki hvað heita en eru spiluð á fullu af útvarpsstöðvunum.

Þetta er kannski ekki stærsta grein sem til er en mér finnst þetta það stór hluti af jólunum að ég varð að skrifa um þetta og það væri gaman að heyra um ykkar uppáhalds jólatónlist :)

Ps. Þeir sem eru ekki komnir í jólafíling þurfa ekkert að kommenta með þá skoðun. Ég er allavega kominn í fílinginn!