Keith Moon og The Who - Baksviðs Ég ætla hérna að skrifa stutta grein um uppáhalds tónlistarmanninn minn í öllum heiminum og hljómsveitina hans The Who sem er mín uppáhaldshljómsveit í öllum heiminum. Ég stiðst aðeins við þær heimildir sem ég veit fyrir svo þær geta verið örlýtið rusty og má mögulega vera smá lygakorn í því einhverstaðar en ég reyni mitt besta.

Keith Moon fæddist þann 23 Ágúst árið 1946 í Willesden í Englandinu. Sumir kunna að vera að hissa að sjá að hann fæddist árið 1964 því að margir hafa trúlega haldið að hann hafi fæðst ‘47 en það er einfaldlega ekki satt því þessi stórmerkilegi maður sagðist bara hafa fæðst þá. Það er sannað að hann fæddist í raun ári fyrr. Keith Moon er þekktur fyrir margt annað en bara að vera trommari The Who. T.d. fyrir það að vera innilega hæfileikaríkur í að eyðileggja hluti hvort sem það var hans eigið trommusett eða hótelherbergi. Einusinni var gróflega reynt að reikna út andvirði hluta sem hann eyðilagði yfir 14 ára tímabil og útkoman var $500.000 sem jafngilda 35.000.000 íslenskra króna og ég býst við að fæst ykkar hefðuð efni á því….nokkurtíma. Keith Moon á einnig fleiri dáðarverk í þessum anda s.s. að keyra Lincoln í sundlaug á hóteli á 21. afmælisdegi sínum. Ætla að fá sér sundsprett sæmilega skítfullur og uppdópaður, og sú sundferð endaði með því að hann braut practicly öll bein í líkamanum enda var ekkert vatn í lauginni… The Who áttu lengi vel, og ég veit ekki nema þeir eigi ennþá, met í að halda háværustu tónleikana. The Who voru eitt sinn reknir útaf 7 hótelhverbergjum sömu nóttina fyrir að vera með óspekktir og tel ég að Keith Moon hafi átt einhvern hlut í því. Keith Moon dó svo 7. September 1978 í London eftir partý hjá einhverjum Bítlanna (Paul McCartney að mig minnir).

Aðeins um The Who almennt: The Who er hljómsveit sem var spilandi á svipuðu tímabili og Bítlarnir (byrjuðu aðeins fyrr að ég tel) enda var Ringo Starr mikill vinur Keiths. Who spiluðu tónlist sem má bera saman við Bítlana, Stones og Clapton þó þeir eigi hugsanlega enn meiri stuð lög og lítið um rómantík og rólegheit hjá þeim. Þekktustu lög The Who eru m.a. My Generation, Baba o’reilly (Teenage Wasteland) og Who are you.

Mig langar að benda á það aftur að þetta er aðeins skrifað eftir minni svo ekki koma með skítkast á einhverjar minniháttar vitleysur. Líka vil ég að það sé á hreinu að þrátt fyrir lifnaðarhætti og hegðun trommarans er þetta átrúnaðargoð mitt og ég vil ekki heyra neinar lítillækkanir um hann því þetta er mjög merkilur og ómetinn maður sem á meira skilið en að gleymast.
Palli Moon