Radíó Reykjavík vs. Skonrokk Ég veit ekki hvort þetta passar hérna beint, en ég sendi það bara inn.
Ég verð bara að nefna það sem ég tel bakvið skonrokk. Þetta verður kanski ekki langt, en ætti að gefa skýra mynd af því sem gæti verið nákvæmlega ástæðan bakvið þetta.

Nú fyrr á árinu var stofnuð útvarpsstöð, sem allir hér á Gullöldinni á huga, þekkja, hún heitir auðvitað Radíó Reykjavík: 104.5 . Þeir hafa verið til núna í frekar fáa mánuði og eru ungir að aldri. Þeir hafa náð gífurlegum vinsældum, en þar með hefur Norðurljós (Betur þekkt sem stöð 2 og co..) ákveðið að skerast í leikinn. Þar sem þeir hafa ekki tvíhöfða að beita lengur, er Zombie parið Sigurjón Kjartansson og dr. Gunni sendir í verkið, eða að hætta hjá X-inu 977 og stofna “sína eigin” útvarpsstöð. Þegar fyrir nokkrum dögum lá ég í sófanum og var bara að flakka á milli rása á sjónvarpinu mínu, þá rekst ég á Ísland í Bítið, þar sem þeir tveir eru mættir, og reyna að fá fólk til að koma með hugmynd að nafni á nýja útvarpsstöð, ég man nú ekki hvernig þetta skönrokk er til komið, eða heitir það skonrokk ?
Og auðvitað eru þeir að auglýsa gegnum fyrirtækið sem ég tel að standi bakvið þetta, eða Norðuljós. Nú þegar ný útvarpsstöð hefur verið stofnuð, eru Norðurljós komnir í samkeppni við radio rvk. um áheyrendur, Það er greinilega ekki nóg fyrir þá að vera með bylgjuna, X-ið, og FM957. Þeir telja sig sjá einhvern pening þarna og ætla að ná honum, þegar annar aðili er samt á undan þeim.

Ég veit nú ekki með tónlistina sem skönrokk spila, en hún er nokkuð góð, miðað við það sem ég hef heyrt í. Þetta höfum við séð gerast áður, ég er bara ekki nógu kunnugur þessum eignamálum útvarpsstöðva, en þá má nefna, Mónó 877, Radíó X: 103.7 og fleiri. Og sona að gamin má nefna að norðurljós eiga smárabíó, og þaðan kemur mestöll innkoma fyrirtækisins.

Annars þá hlusta ég bara á Radíó Reykjavík, en þetta rokk er betra en þarflaus ræða mætti nú aðeins laga, þeir eru oft að nöldra um tilgangslausa hluti, og auglýsingarnar hjá þeim eru ekki fyndnar, segja bara radio rvk 104.5 staðinn fyrir hina vitleysuna. Hinsvegar þykir mér dr. Gunni og Sigurjón alveg ömurlegir útvarpsmenn, sem halda að þeir séu fyndnir, og eiga bara ekki að vera í útvarpi að mínu mati. Annars þykir mér morgunþættir útvarpsstöðva allir saman ömurlegir, og aldrei sagt eitt orð sem er eitthvað vit í.