Ég veit að það eru nokkuð margir á móti mér í þessum efnum og þess vegna ætla ég ekki að nota of stór orð en mér finnst persónulega að gæði Friends þátta seinustu 3 seríur hafa farið “dalandi”.
Til að byrja með eru þættirnir orðnir miklu dramatískari en í byrjun og er sjaldgæft að þættirnir innihaldi ekki dramatískar “ég elska þig” samræður eða rifrildi.
Leikurinn hefur líka breyst. Karakterarnir voru áður fullir af orku og sjálfstæði en nú er sett út á að vera “goofy”. Hinn frábæri Chandler með öll hnittnu svörin brosir núna bara bjánalega. Það segir sig náttúrulega sjálft að þegar fólk eldist hættir það fíflalátum og flippi en það var einmitt aðal aðdráttaraflið við þáttinn. Nú er heill þáttur um einhverja ostaköku.
Þemaið í þáttunum er líka dottið niður. Ungt fólk sem er hálfstaðnað, ekkert gengur í vinnunni og engir eru í góðu ástarsambandi.
Mistökin eru líka tíðari í nýju seríunni. Eitt dæmi: Jack Geller sagði Chandler að hann hafði logið að foreldrum Judyar og sagt þeim að hann væri lögfræðingur og ef að Chandler sæi hann vera að gefa þeim ráð í þeim efnum ætti hann bara að kinka kolli. Mamma Judyar dó í fyrstu eða annari seríu!
Ég veit að ég er rosalega harður en maður verður að vera það til þess að fá viðbbrögð. Ég er ekki að segja að þeim sé ekki viðbjargandi. Það er ennþá góður húmor í gangi og karakterarnir sem voru skapaðir í byrjun eru það frábærir að þeir hætta ekki að vera fyndnir. Með smá lagfæringum er hægt að laga margt.

Sammála? Ósammála?