Mynd frá Hubble-sjónaukanum, þarna sjást meðal annars stjörnumerkin Hrafninn, Hýdran og Meyjan. Hýdran er stærst af hefðbundnu stjörnumerkjunum. Að auki er Spica merkt inn, sem er skærasta stjarnan í Meyjunni, og ein af skærustu stjörnunum á næturhimninum.
Hérna í kemur ein mynd til mynningar um okkar ástkæru Plútó. Þann 24. ágúst verður sogardagur í augum margra um ókomin ár.
Plútó fannst árið 1930 af Clyde Tombaugh og var 9 plánetan í sólkerfinu. Hún var lengst frá sólu og jafnframt var árið lengst þar. Haldin var keppni til þess að finna nafn á þessa nýja plánetu en lítil stúlka vann með nafninu Plútó, eftir hundi Mikka Músar, ekki rómverska undirheimagoðinu.
Vá, það vantar nýja mynd!!! Þetta er stjörnuþokan M31, líka kölluð “Andromeda”. Þetta er víst nálægasta stóra stjörnuþokan. Persneskir stjörnufræðingar hafa sennilega vitað um tilvist hennar síðan a.m.k. frá 905 e.kr., en þeir kölluðu hana “Abd-al-Rahman Al-Sufi”. Punktarnir á myndinni eru flestir stjörnur úr okkar vetrarbraut þótt að sumir séu örugglega aðrar vetrarbrautir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..