Dísarpáfagaukurinn minn Ég er 14 ára stelpa og á dísarpáfagauks sem heitir Ásta.
Ásta er handmötuð frá Tjörva og er hún mjög góð og blíð. Ég fékk hana frá stelpu í reykjarvík þegar hún var rúmlega 1 árs og hún var mjög fljót að byrja að treysta mér.
núna er ég búin að eiga hana í 1 ár og það er búið að vera einstaklega skemmtilegt og frábær félagsskapur.
Þegar við kynntumst fyrst var hún svolítið stygg og vildi auðvitað ekki leyfa mér að klappa sér og snerta alls staðar, en núna treystir hún mér mjög vel og leyfir mér að gera næstum allt við sig.
Henni finnst samt ekki gaman að vera á hvolfi og finnst óþæginlegt að láta lyfta á sér vængjunum. Hún er algjör kelirófa og elskar að láta klóra sér og kjassa, hún getur samt verið voðalega mikil frekjudós.
Gallar hennar eru samt að hún getur stundum verið soldið hávær sérstaklega þegar ég er ekki hjá henni eða hún sér mig ekki, þá getur hún fengið alveg öskurkast.
Henni finnst mjög gaman í baði og elskar að fara með mér í sturtu.
Hún leikur sér samt voðalega lítið að dótinu sínu nema einni grein sem henni finnst gaman að naga. Henni finnst líka gaman að naga allt skóladótið mitt þegar ég er að læra, og elta pennan þegar ég skrifa hehe.
Uppáhalds maturinn hennar er popp og allt sem er óhollt, en samt fær hún ekki, henni finnst samt líka voðalega gott grænmeti og ávextir.
(\_/)