Ég sá hérna á huga, að hugarar væru að skrifa ansi mikið um páfagaukana sína.. ég var eitt sinn gára eigandi! Gaukur, Nóri(hét upphaflega Gaukur2 og svo Gulli en dó með nafnið Nóri),Lauga og Palli Þetta mun vera sú röð sem ég fékk þá, en til að þetta verði skýrt er best að segja röðina sem þeir dóu; Gaukur,Palli,Nóri og Lauga! Þá get ég byrjað.

Ég fékk fyrstapáfagaukinn minn 6 ára, það var allra besti páfagaukur sem ég hef átt! Hann var rosalega fallegur á litinn, litríkur. Hann var grænblár, bleikur og gulur og blár. Þessi páfagaukur var svo gæfur og gat farið í kollhnýs :D! En já, en já.. Hann varð blindur eftir að fljúga á eitthvað dót :S. Eitt sinn þegar ég var að leifa honum að fljúga flaug hann beint á veggin og dó :(.

Stuttu eftir þennan fékk ég Nóra :). Hann varð taugaveiklaður þegar ég var að reyna að gefa honum súkkulaði (hversu heimsk? Okay ég var 6 ára) En hann var líka rosalega fallegur, ekki gæfur reyndar.. hann beit og var rosalega hræddur, það var engin leið að temja hann.. eða okkur tókst það allavega ekki. Hann var gulur, eða svona alveg eins og páfagaukurinn í “Myndir” sem Nesi92 sendi inn.

Nóri eignaðist konu þegar hann var oðrin 6 ára(ég s.s 12 ára þá), hana Laugu :). Lauga var ljós blá og hvít og mannæta. Þessi páfagaukur át allt sem var fyrir henni og var svo frek.. Nóri varð mjór og ljótur á 2 dögum (dó reyndar ekki:D) og Lauga varð feit og pattarlega! Nóri og Lauga stunduðu þann leik að fjölga heiminum. Þú eignuðust 3 egg á sínum lífstíma. Í 1 skiftið gekk þetta ágætlega, reyndar vildi Nóri ekkert eiga þá og.. já kramdi þá og át þá síðan . Síðan í 2 skiftið gerðist það sama og já síðan aftur í 3 skiftið.

Þegar hann var 8 ára og Lauga 2 ára eignaðist ég 3 páfagaukinn. Hann palla, hann var grænn og gulur og sá gæfasti páfagaukur, hann gat reyndar ekki verið í sama búri og Nóri og Lauga því að Nóri réðst alltaf á hann :s.. en Palli dó 2.vikum seinna vegna einmannaleika (og það að við gleymdum að gefa honum að éta :S)

Síðan dó Nóri þegar hann var 9 ára, s.s ári seinna þegar ég var orðin 13 ára. Hann dó bara úr elli! Lauga varð þá alveg klikk reyndar og 4 mánuðum seinna flaug hún útum gluggann og ég hef ekki lagt í það að kaupa nýjann!

Takk fyrir :)!