Gleymt lykilorð
Nýskráning
Fræði

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.176 stig
STAVKA STAVKA 1.098 stig
gthth gthth 1.038 stig
ritter ritter 576 stig
Fimbulfamb Fimbulfamb 434 stig
VeryMuch VeryMuch 402 stig
br75 br75 316 stig

Stjórnendur

Junkers 488 (1 álit)

Junkers 488 þetta er vél sem aldrei varð en var í alvarlegri skoðun, en stríðið endaði. Í raun var þetta bara Ju88 vél sem var langdræg líkt og B-17, en fór aldrei í framleiðslu.

Nietzsche & Rée spenntir við léttivagn (1 álit)

Nietzsche & Rée spenntir við léttivagn Mér datt í hug að þeim sem lásu formála “Handan góðs og ills” í útgáfu Bókmenntafélagsins, og fleirum, gæti þótt þessi mynd áhugaverð.


Tekið úr formála “Handan góðs og ills” (e.Arthúr Björgvin Bollason):

Þessi gamla snjáða mynd segir okkur ýmislegt um persónuna Friederich Nietzsche. Með ofurlitlu hugarflugi má líta svo á að tilburðir Lou Salomé í þá veru að keyra spenntan heimspekinginn áfram séu táknrænir fyrir það lánlausa hlutverk sem konur gegndu í lífi hans. Dapurlegur svipurinn á andliti vinar hans, Pauls Rée, er táknrænn fyrir þá erfiðleika sem yfirleitt fylgdu vináttusamböndum Nietzsches. Lou Salomé segir frá því í endurminningum sínum að Nietzsche hafi dregið vin sinn nauðugan viljugan á ljósmyndastofuna [...] Af því hvernig Lou Salomé segir frá þessu lítilfjörlega atviki má ráða að hvorki hún né Paul Rée hafi verið sérlega hrifin af þessari hugmynd Nietzsches.

Night Of The Long Knives (8 álit)

Night Of The Long Knives SA salute bothhands

R-35 , tank (0 álit)

R-35 , tank Var sá skriðdreki sem var mikill markaðssigur fyrir Frakka fyrir II stríð enda seldur í miklu magni til Pólverja og Júgóslava og fleiri evrópuríkja. Var vel brynvarður miðað við þann tíma og með 37mm byssu sem var þó ekki ýkja kröftug. kv. br:)

Hinn pólski TK-3 skriðdreki (5 álit)

Hinn pólski TK-3 skriðdreki TK-3 skriðdrekarnir voru meginhluti af pólska skriðdrekahernum í seinni heimsstyrjöldinni (575 samtals).
Kemur væntanlega ekki á óvart að TK-3 skriðdrekarnir áttu litla möguleika í Panzer skriðdreka Þjóðverja.

Stærð: Lengd: 2.6 Breitt: 1.8m Hæð: 1.3m
Þyngd: 2.6 tonn
Hraði: kringum 40km/klst
Þykkt brynju: 8-10mm
(minnir mann á gömlu bílaspjöldin)

Rústir Knossos (10 álit)

Rústir Knossos Þarna var ég fyrir tveim árum, vildi senda þessa mynd í framhaldi af greininni. Þeir sem sýndu henni áhuga ættu að finnast þetta áhugavert.

Sverð úr Knossos (1 álit)

Sverð úr Knossos Þarna var ég staddur á safni með fullt af munum úr rústunum sem voru grafnir upp. Þarna sjáiði sverð úr uppgreftinum úr Knossos.

Nashyrningurinn, endurbætt mynd (5 álit)

Nashyrningurinn, endurbætt mynd Lýsti myndina aðeins. En undirvagn þessarar vélar var Panzer IV en byssan sú stærsta skriðdrekabyssa er Þjóðverjar notuðu ef nokkrir. 88mm L/71. Drekinn var samt illa brynvarinn svo þetta var mjög berskjaldað tæki ef einhver næði að taka eftir þvi.

Borgarveggir Nanjjing (0 álit)

Borgarveggir Nanjjing Nanjjing var ein af stærstu og merkilegustu borgum í sögu Kína og lengi vel höfuðborg Kína, m.a. þegar Japanir náðu Bekíng, en þá var Nanjjing gerð af höfuðborg. Veggirnir voru ekki háir en þeir voru einstaklega breiðir sem að hluta til var einkennandi fyrir borgarveggi kínverskra borga og kenning margra fræðimanna um það hversvegna fallbyssann varð aldrei eins þróuð í Kína og í Evrópu er á þá leið að fallbyssan dugði ekki á kínverska múra en dugði á múra í evrópu, svo fallbyssan varð vinsæl við að komast í gegnum þá vegggi sem hún komst ekki í gegnum í Kína.

Hitler youthknife (3 álit)

Hitler youthknife Hitler youthknife
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok