Ég er að velta fyrir mér möguleikanum á því að hreinsa lappann minn og setja upp Kubuntu 8.10 í staðinn fyrir Windows Vista. Helsti gallinn sem ég sé við það er að ég er í tölvunarfræðinámi og þarf helst að hafa Visual Studio 2008. Mér skilst að það apparat og annað .NET dót virki illa eða ekki í gegnum Wine. Getur einhver bent mér á öflugan editor fyrir Debian based linux stýrikerfi, eitthvað með helstu fídusum sem maður vill hafa, code completion, innbyggðum compiler og því öllu, fyrir amk. C++ og C#, helst líka Java og fleiri mál?
Peace through love, understanding and superior firepower.