Það eru margir búnir að velta því fyrir sér hvernig FFXI er í raun og veru. Verið að spyrja hvort hann sé góður og svona. Frændi minn er búinn að fá sér hann og er svolítið síðan. Þannig er mál með vexti að þú þarft að eiga credit kort til að spila leikinn og borgar um 900 kall á mánuði fyrir spilununa. Þetta er útaf því að Squareoft (Enix) er endalaust að vinna í þessum leik og gera heiminn skemmtilegan og við erum í rauninni að borga þeim alla vinnunna sem er nokkuð raunhæft í sjálfum sér.

Þú byrjar á því að búa til character. Þú getur valið um race: Hume (Human), Taru taru (litlir sætir kallar), Elvaan (Álfar basically, stórir slánar), einhverjir stórir ruddar sem ég man ekki hvað hétu oooooggg…hvað meira? Já, svona einhverjar kattakerlingar. Man heldur ekki hvað þær geta gert.

Jobs eru í leiknum. Warrior, Thief, Monk, White Mage, Black Mage og eitthvað eitt í viðbót minnir mig. Á level 30 eða eitthvað opnast svo ný Jobs eins og Dark Knight og Ninja t.d. Hvert race hefur sín bestu Job. Taru-taru eru bestu galdrakarlarnir, Elvaan eru bestu Warrior-arnir og Monk-arnir, Hume eru ágætir í öllum Job-um, kattastelpurnar atarna eru bestu þjófarnir og ruddarnir eruuuu bestir í einhverju. Þeir eru allavega með mestu orkuna.

Svo byrjaru í einhverju heimi. Þú level-ar upp hvert Job fyrir sig og það tekur bloody langan tíma. Þú verður að level-a mikið áður en þú getur farið eitthvert meira. Svo vantar þig pening til að kaupa betra armour og þetta allt. Þú átt þitt eigið hús. Það sést ekki í leiknum heldur er sér inngangur fyrir alla inní húsið sitt. Þar er…MOOGLE. Þar geturu skipt um Job og fleira.

Þú getur talað við einn fávita og gert Quests, finna þennan gaur þarna, drepa þetta kvikindi o.s.f. Svo geturu keypt World Acces Map eða hvað það nú heitir til að velja hvaða server þú vilt fara á, án þess er serverinn valinn randomly eða eitthvað þess háttar. Það kostar rosa mikið Gil. Annars er örugglega skemmtilegt að spila með vinum sínum í leiknum.

Svo að lokum geturu sýnt svona emotional dæmi. Þú getur látið character-inn þinn verða reiður við einhver, hann getur veifað o.fl.

Þetta voru bara svona grein í litlum dráttum en eitthvað.

Kveðja Veteran.