Hvaða bækur fengu þið í jólagjöf? Og hverjar eruð þið búin að lesa? Hvað fannst ykkur um þær?


Minn listi er svona..

Gátt Hrafnsins (Raven´s Gate) e. Anthony Horowits - fyrsta bókin af fimm

Mjög góð sem ég byrjaði á um aðfangadagskvöld og hætti ekki fyrr en hún var búin. Bókin er ekki nema rúmlega 200 bls. en er virkilega góð. Næsta bók í seríunni verður undir jólatrénu á næsta ári ásamt næstu Eragon bók.


Tinni í Sovíetríkjunum - Hérge

Svolítið hrá bók en fyrir svona Tinna-fan eins og mig þá er þetta skyldueign. Ég og pabbi eigum allar bækurnar í seríunni nema Tinni í Ameríku. Algjör snilld!


Bert og kalda stríðið

Það besta við þessa bók er Anime teikningarnar. Ég hætti að lesa eftir 60 bls. Var bara of leiðinlegt.


Harðskafi - Arnaldur Indriðason

Mjög góðir þessir ellefu kaflar sem ég er búinn með. Ætla ekki að tala meira um hana fyrr en ég er búinn með hana.