Furðulegir eldar! Þetta fann ég í minni elskulegu bók “Heimsins mestu furðufuglar” sem er orðin 15 ára gömul og lýtur út eins og gömul skrudda. En þetta tók ég upp úr henni, lagaði það og tók bara það helsta. (að því er mér fannst)

Á dansleik í Chelmsford í Essex kviknaði skyndilega í konu á miðju dansgólfi rétt eftir að hún skellti sér í dans. Eftir nokkrar sekúndur sást ekki vottur af henni nema aska, kjóllinn sem hún hafði verið í var jafnfallegur og áður, ekki nein merki um bruna.
Hvernig var þetta hægt?
Mörg svona dæmi eru til um fólk sem hefur skyndilega kveiknað í, um 200 manns hafa horfið af sömu ástæðu.
Læknar hafa rannsakað þetta og fullt af rannsóknarmönnum hafa reynt en engin skýring finnst.
Hvernig er hægt að útskýra það þegar kveiknar í manni á miðju dansgólfi og ekkert brennur í kringum hann/hana, hvorki plast, gúmmí, bómull, ekkert brennur nema hann/hún sjálf(ur)!
Það gerðist svipað atvik í Couersport í Pennsylvaníu, þegar Don Gosnell heimsótti vin sinn dr.Irving Bentley. Þegar hann kemur inn til hans eftir að hafa dinglað bjöllunni mörgum sinnum, sá hann aðeins gervifót læknisins á gólfinu og metra breiða holu í gólfinu sem rauk enn úr.
Árið 1673 dó drykkjusjúklingur á svipaðan hátt, og fannst ekkert af honum nema hluti hauskúpunnar og nokkrir kjúkar úr fingrunum á honum.
Svo var það gömul kona sem var líka drykkjusjúklingur sem hvarf í reykmekki þegar hún var að tala við dóttur sína.
18. maí 1957 brann Anna Martin á heimili sínu án þess að nokkur gat gefið almmennilega svör á því sem gerðist. Herbergið var kalt, skórnir hennar voru heilir og dagblöð sem voru rétt hjá voru óbrunnin.
Og 1 júlí 1951 fannst Mary Hardy Reeser brunnin á heimili sínu. Veggirnir voru þakktir olíukenndu sóti, kerti sem höfðu staðið 4 metra frá voru bráðnuð niður að borði og stóllinn sem hún sast allataf jafn gjarnan í (sem hún sat í þegar að sonur hennar kvaddi hana sólahring áður) var sótugur og ekkert var eftir í stólnum. Nokkrir hryggjaliðir, höfuðkúpa á stærð við tennisbolta og óskaddaður vinstri fótleggur var það eina sem fannst af henni.
Ekkert annað í íbúðinni var sótugt eða brunnið.
Krogman, sem fjallaði um Mary Hardy Reeser og undarlega bruna hennar, sagði “Það þarf 1600°C til að bein brenni eða bráðni upp á svona hátt, ég kann enga skýringu á því að eldurinn breiddist ekki út!”
Læknar á 19.öld töldu að drykkjusjúklingar og stóreykingamenn lentu mjög líklegra fyrir þessu en aðrir því mun minna hlutfall var af þeim mönnum sem ekki voru drykkjuraftar né reyktu eins og strompar. En þetta eru allt saman flest getgátur.

Takk fyrir að lesa!
Vatn er gott